Tuesday, April 29, 2008

Spýtukarl



Skarphéðinn er mikill spýtusafnari, og við eigum nú orðið dágott safn heima. Alltaf kemur eitthvað með heim úr leikskólanum, og ekki er hægt að hreyfa sig langt útá götu - labbandi eða hjólandi - því alls staðar þarf að týna upp greinar, pinna og spýtur....

Við ætlum að fara með herlegheitin á brennu á Valborgsmessuafton (30.apríl), þá er veturinn kvaddur og vori heilsað.

Sunday, April 27, 2008

Í húsdýragarðinum í Vallentuna

Við Skarphéðinn fórum í heimsókn í 4H garðinn í Vallentuna (sem er bara rétt fyrir utan "miðbæinn" í Vallentuna!), með Hildu leikskóla- og mömmugrúppu- systur og fjölskyldu hennar. Hér er Skarphéðinn að mata geiturnar; hver þeirra fékk ca. 3 strá. 4H er svona húsdýragarður - og nei, ég man ekki hvað 4H stendur fyrir (hestar, hundar, hænur, hgrísir...?)

Það var hægt að fá að fara á hestbak og í hestakerrutúr, kaupa pylsur og vöfflur - fyrir utan að klappa öllum dýrunum = fleiri tíma heimsókn.
Þegar Skarpi kom úr hestakerrutúrnum fannst honum hann hafa verið lengi í burtu og farið langt, því hann sagði; "Ég var týndur!"



Saturday, April 26, 2008

Brunchgestir

Við Skarphéðinn buðum nokkrum félögum úr mömmuhópnum (og leikskólanum) í brunch. Mikið fjör mikið gaman.... mjög þreyttur strákur (og mamma) í lok dags.






Tiltekt

Allt dót uppí hillu, skv. einkunnarorðum Freys - og húsmæðraskólans í Reykjavík: Staður fyrir hvern hlut - hver hlutur á sínunm stað.

Tók sinn tíma - því það þurfti að "prófa" allt dótið fyrst.


Tuesday, April 22, 2008

"Nýtt" eldhús

Þá er búið að skipta um borðplötu á eldhúsinnréttingunni og ljós, bæði í loftinu og fyrir ofan vaskinn. Komin mjúk kastaralýsing í staðinn fyrir neon-skurðstofulýsinguna sem hefði dugað til að gera aðgerð á sjóntaug í hamstri.... - en með núll kósí-faktor.
Og búið að hengja upp uppþvottagrindina, og færa örbylgjuofninn....

= Nýtt eldhús!!! Mjög flott, bollan er ánægð :-).


Bumublína viðrar sig.

Sunday, April 20, 2008

Memory - eða að finna tvö eins

Þetta finnst Skarphéðni mjög skemmtilegt spil - að finna tvö eins / samstæður (eða hvað þetta er nú kallað).
Á reyndar mjög erfitt með að fá bara að snúa við 2 spilum í einu - og, vill helst raða þeim upp sjálfur í byrjun (þannig að eins spil séu hlið við hlið - svo betur gangi að finna par).


Saturday, April 19, 2008

Fríða frænka og pósturinn

Fríða frænka er dugleg að senda okkur póst.
Nú í vikunni kom þessi fína sumargjöf frá Fríðu til Skarphéðins; vörubíll, traktor, grafa og trukkur til að búa til form eftir og leika með í sandkassa.
Skarphéðinn var mjög ánægður með sendinguna, og hafði orð á því hvað Fríða væri smekkleg að velja gröfu og svona spennó bíladót.
:-)







Friday, April 18, 2008

Ný klæði

Við Skarphéðinn vorum í búð og sáum þá þessi föt sem kom í ljós að okkur bráðvantaði eimmit að kaupa akkúrat strax á litlu sys. Svo flottir litir! Og, það voru 3 fyrir 2..... þannig að þetta var rakið dæmi.

Það fannst Skarphéðni líka um smekkbuxurnar sem mamma fann í secondhand búðinni Hej och hå. Sem Hrefna er að hjálpa honum í á myndunum. Hann er búinn að óska eftir að fá smekkbuxur lengi - en þær hafa bara ekki verið til í búðunum. Svo voru þær bara til þarna í búðinni sem selur notuð barnaföt - og Skarphéðinn vill helst sofa í þeim. Svo heita þær líka Snickarbyxor á sænsku = smiðabuxur.



Thursday, April 17, 2008

Drekkutími útí garði

Voffi fær líka köku.
Þennan fékk Skarphéðinn frá Fríðu frænku þegar hann var nýfæddur.

Tuesday, April 15, 2008

Blóm....

Tínd á leiðinni heim úr leikskólanum.

Sunday, April 13, 2008

Tómataverksmiðjan

Skarphéðinn kom heim með nokkrar ansi ámálegar tómatplöntur í hálfri klósettrúllu sem þau höfðu sáð fyrir í leikskólanum.

Við höfum nú fengið þá ábyrgð að halda í þeim lífi. Skarphéðinn gáir á hverjum degi hvort það séu komnir tómatar, en mér sýnist að það verði smá bið á því.

Þær geta fengið að fara í pelargónusaumaklúbbinn. Sem fá að fara út að viðra sig á góðum dögum, en eru svo reknar inn á kvöldin einsog hver önnur belja.
Undir hótunum um næturfrost.



Saturday, April 12, 2008

Bola

Mömmuna langar í Mexíkanska bólu, eða englaklukku einsog það er líka kallað hér. Sítt hálsmen með bjöllu inní sem hangir niðrá bumbu og barnið heyrir í...

Ooooo.....

(mjög líklegast á leiðinni með póstinum þegar þú lest þetta - ein með tölvu og kort og núll sjálfstjórn!!!).


Friday, April 11, 2008

Hrefna og Skarphéðinn fest á striga

Jæja, þá eru Hrefna og Skarphéðinn komin á striga og uppá vegg. Pantaði svona svarthvíta framköllun á striga (ca. 30x35cm) hjá www.proformat.se. Tók tvo daga að fá í póstkassann, kostaði um 500Skr. fyrir báðar myndirnar og sendingarkostnað. Svo heftaði mamman strigann sjálf á ódýran tréramma frá Clas Ohlson.
Mycket bra.

Skarphéðinn fylgist með manni hvar sem maður er í stofunni af þessari mynd..... :-)
Hrefna er meira.... huxi....




Thursday, April 10, 2008

Veistu eitthvað um Asíu....?

Ég bara spyr.
Hér er hægt að taka smá landafræðipróf. Ýttu á start og finndu þau lönd á kortinu sem beðið er um (ef ekkert gengur verða þau blá eftir smá tíma....).

Wednesday, April 09, 2008

Sjáiði bolluna....

Hvernig endar þetta eiginlega....!?





















Myndina tók Hrefna sem átti leið hér um fyrir helgina (var að ná í páskaeggið sitt...!). Bollan er í peysu sem er í láni frá Lóu.... ;-)






PS. Það var allt hvítt hér útí í morgun!!! Vor hvað.....?

















Sunday, April 06, 2008

Mamman elskar....

*mjúkasta garn í heimi: Malabrigo. Merino ull, handlituð = lifandi litir, mmm...
* að læra nýtt prjónamunstur
* krúttlegu kisuprjónana sem eru gjöf frá Röggu...
* garnvinduna sem gerir hnyklana svona flotta...
* vorið...
* að garðhúsgögnin eru komin út...





Saturday, April 05, 2008

Út með garðhúsgögnin

Friday, April 04, 2008

Sófaslappelsi















Eitt pantað bros.

Wednesday, April 02, 2008

Hvers konar muffins er þú?



















Hér eru769 uppskriftir af muffins.....!!!!!!!
http://www.dagensmuffin.se/

Líka á ensku.
Engin ætti að þurfa að líða skort á muffins héðan í frá.

Og hér má finna muffinsformin, og alls konar klikkað skraut á þau....

Mums.
:-)

Tuesday, April 01, 2008

Loksins....

..... Er farið að verða nógu heitt til að sitja útí garði í þessu landi....