Tuesday, September 25, 2007

Stolt siglir fleyið mitt.







Við Skarphéðinn fórum á skemmtilegan róló um helgina í Humlegården niðrí bæ. Þar var hægt að kaupa pulsur og grilla sjálfur, og líka hægt að fá að smíða! Og við smíðuðum bæði bíl og bát. Í dag fórum við svo í leiðangur útá torg til að láta bátinn sigla. Og sjá, hann flaut (sigldi!), einsog flottasta skúta.
Skarphéðinn hljóp sko við fót útá torg - þetta var svo spennó. Og steig reyndar nokkrum sinnum líka útí tjörnina.... en hún er sem betur fer bara ökkladjúp, og Skarpó sokkalaus í plastskónum (því mömmu grunaði þetta).



Monday, September 24, 2007

Ljósu lokkarnir farnir

Já, við Skarphéðinn fórum uppí Vallentuna centrum í síðustu viku og létum klippa okkur (hann). Það var mjög spennandi, og hann sat grafkyrr allann tímann, og daman hrósaði honum mikið fyrir. Annað skiptið sem við látum gera þetta svona prófessional. Við ætluðum að láta klippa okkur hérna heima útá torgi á nýju hárgreiðslustofunni, en hún opnar sko ekki fyrr en 1. okt, og allt í einu gátum við ekki beðið eftir því.

Okkur leist nú fyrst ekkert á blikuna þarna fyrst á klippistofunni..... Mamman fann sig knúna til að reyna að afsaka útganginn á stráknum með því að útskýra að við værum sko að koma beint úr leikskólanum, og þess vegna svona skítugar buxurnar, og æj æj, er líka tómatsósa í hárinu .... he he.

Og dömunni stökk ekki bros.... Þar sem hún klöngraðist um á háhæluðum KÚREKAleðurstígvélum (plís, kannski í einsog eina kvöldstund, en ekki allan daginn í vinnunni!! Hvernig skyldi ilmurinn vera þegar tærnar eru dregnar upp úr þessu soðnar að kveldi dags?), og svo sá hún varla út fyrir maskaranum á augnhárunum.
Ég segi nú bara einsog Hrefna: Pe-lís.

En þegar Skarphéðinn sat grafkyrr og stilltur lyftist á henni brúninn og hún fór aðeins að brosa, og hrósa honum fyrir að sitja kjurr og svona. Svo við bráðnuðum alveg og fannst þessi kúrekastígvél bara smart fyrir rest....
Og strákurinn varð bara sætari með nýju klippinguna, ef það er nú hægt.
:-)

Sunday, September 23, 2007

Betra seint en aldrei.

Komin svaka blóm á sólblómamonsterin.


Thursday, September 20, 2007

Listamaður að störfum








Tuesday, September 18, 2007

Nýtt torg!

Haldiði ekki að það sé komið þetta huggulega torg rétt heima hjá okkur. Fyrir framan skólann og lestarstöðina. Með búðum og kaffihúsi og útilistaverkum og tjörn og bekkjum til að sitja á og ég veit ekki hvað og hvað. Mjög kósí. Allt í einu er bara risin þarna 2ja og 4ra hæða íbúðarhús með verslunum á neðstu hæðinni, og torg og allt saman! Við Skarpi röltum stundum þangað og kaupum ís eða bara til að spóka okkur. Hittum oft einhvern sem við þekkjum. Um daginn hittum við Íslendingana sem búa í næstu götu, þau eiga líka þriggja ára strák; Emil. En þau eru greinilega ekki mjög félagslynd (hvað okkur snertir amk.!).

Hér erum við að rölta útá torg. Miffy kanínan fékk að koma með - á háhest.











Monday, September 17, 2007

É so hreyttur....

Já það er mikið að gera á leikskólanum þegar maður er þriggja ára. Svo maður er oft aaaalveg búinn á því þegar maður kemur heim, og bara veeerður að fá að "kíla si".

Það er mikið leikið úti, bæði að framan á leikvellinum og í skóginum á bakvið leikskólann, svo er leikið inni, það er "samling" þar sem er setið í hring og sungið saman, og þau hjálpast að við að leggja á borð og ná í matvagninn, ganga frá eftir matinn (skrapa af diskunum í ruslið og setja þá í uppþvottavélina - Hrefna er m.a.s. ekki enn alveg búin að ná þessu!). Svo er hvíldartími eftir matinn þar sem allir eiga að liggja og slappa af og það er lesið úr bók, þeir sem vilja sofna. Sumir fá nudd, mjög kósi. Tvisvar í viku fer er Skarpi í hópastarfi þar sem er gert eitthvað spes. Í morgun t.d. stóð "göngutúr í skóginum" á dagskránni. Ekki skóginum á bakvið leikskólann, heldur lengra - mjög spennó. Svo er málað og kubbað og allt mögulegt. Seinni partinn fá þau oft að fara inn á aðra deild og leika með stórukrakka dótið þar. Ekki skrítið þó maður sé alveg búinn á því eftir daginn.
Púff....


Wednesday, September 12, 2007

Bjargið heiminum 2

Vissuð þið að það er hægt að safna pening með því að leita (googla) á réttum leitarvélum? Á www.goodsearch.com. Þar getur maður valið að gefa ágóðann t.d. til kiva.org.
Prófið það. Er ekki góð tilfinning að láta gott af sér leiða þegar maður leitar á netinu....?


Svo eigið þið náttúrulega að versla Fair trade merktar vörur þegar þið getið; sjáið líka útskýringu Wikipedia á þessu - kallast Sanngjörn viðskipti á Íslensku. Það er aðallega kaffi, kakó, súkkulaði, baunir o.þ.h (af matarvörunum) sem fást Fair trade merktar. Það er svona vottun (einsog sumt er með "lífrænt ræktaða" vottun), sem tryggir að framleiðandinn (oftast í þriðja heiminum) fær sanngjarna greiðslu fyrir vöruna sem gerir honum frekar kleift að stunda sjálfbæran rekstur og að varan er framleidd án barnaþrælkunar o.fl. Í vinnunni hjá mér er bara keypt Fair trade kaffi. Taliði nú við yfirmanninn í vinnunni ykkar og látið kaupa Fair trade kaffi hjá ykkur. Munar kannski nokkrum krónum - en ég lofa að kaffið bragðast betur og með hverjum sopa eruð þið að bæta heiminn pínkulítið.

Svo er búið að opna mjög skemmtilega Fair trade búð á Klapparstígnum heima, með alls konar skemmtileg gjafavöru og leikföng.

Djö er netið sniðugt...!

Ekki nóg með að maður geti lesið allar heimsins fréttir, hlustað á útvarp og horft á sjónvarp frá hinum ýmsu löndum, sent tölvupóst útum allan hnöttinn á sömu sekúndunni (að því er virðist), verslað einsog vitleysingur (já já been there done that (way too much!)), bloggað og básúnað sjálfan sig útum allt, hnýst í einkablogg annarra og ég veit ekki hvað og hvað.... heldur getur maður líka bjargað heiminum - eða amk. lagt sitt af mörkum til þeirra sem á þurfa að halda. Á www.kiva.org er hægt að Lána - ekki gefa - framtakssömum einstaklingum í þriðja heiminum peninga til að starta fyrirtækjum. Hver lánar hámark 25$ minnir mig. Í gegnum paypal (já, það sama og maður borgar með þegar maður sjoppar á netinu). Það var grein um þetta í New York Times, og hotsjottarnir Bill Clinton og Ophra Winfrey tóku þetta sem dæmi um framtak sem "bætir heiminn", og einfalda leið til að láta gott af sér leiða.

Thursday, September 06, 2007

Sólblómamonsterin

Við fengum gefins lítinn og sakleysislegan sólblómafræpoka í vor frá Fredrik og Annicu sem komu í mat til okkar. Okkur Skarphéðni fannst spennandi að sá fræjunum, og fylgjast með græðlingunum sem svo komu upp, en síðan.... hljóp djöfullinn í þessi sólblóm - eða svo hafa fræin orðið fyrir geislavirkni og stökkbreyst, eða ég veit ekki hvað. Allavega eru þær plöntur sem upp komu orðin ca. 3ja metra há, einsog einhver monster úr hryllingsbúðinni.... En engin blóm á þeim !
Maður er orðinn hálfsmeykur að sitja þarna úti á palli, býst við á hverri sekúndu að plönturnar vakni upp og byrji að syngja: "Gemmér! gefmér blóð Freysi, gemmér.... " einsog í Hryllingsbúðinni. Nei ég er nú kannski að ýkja aðeins - mér finnst þau í rauninni mjög flott. Sona frumskógarfílingur á pallinum :-).




Prjónað pils

Já, prjónasjúka mamman prjónaði sér pils um daginn, úr einhverju hryllilega ódýru - en mjög fínu bómullsgarni úr stórmarkaði (!). Slétt prjón niður fyrir velsæmismörk með útaukningum í hliðunum, svo s.k. krónuprjón sem m.a. er að finna í sjalauppskriftum í bókinni Þríhyrnur og langsjöl. Mjög skemmtilegt verkefni, hægt að skella sér í pilsið um leið og maður er búinn að fella af. Ekkert erma-, eða hálsmáls- eða þumals- eða annað vesen.
Í böndunum hanga ekta turkossteinar. Dugar ekkert minna fyrir mínar haute couture flíkur.