Tuesday, September 25, 2007

Stolt siglir fleyið mitt.







Við Skarphéðinn fórum á skemmtilegan róló um helgina í Humlegården niðrí bæ. Þar var hægt að kaupa pulsur og grilla sjálfur, og líka hægt að fá að smíða! Og við smíðuðum bæði bíl og bát. Í dag fórum við svo í leiðangur útá torg til að láta bátinn sigla. Og sjá, hann flaut (sigldi!), einsog flottasta skúta.
Skarphéðinn hljóp sko við fót útá torg - þetta var svo spennó. Og steig reyndar nokkrum sinnum líka útí tjörnina.... en hún er sem betur fer bara ökkladjúp, og Skarpó sokkalaus í plastskónum (því mömmu grunaði þetta).



1 Comments:

Blogger Erla said...

ooooo, svo týpískt sænskt að fara á einhvern róló og fá að smíða sinn eigin bát! Æðislegt!
E

4:19 pm  

Post a Comment

<< Home