Monday, September 24, 2007

Ljósu lokkarnir farnir

Já, við Skarphéðinn fórum uppí Vallentuna centrum í síðustu viku og létum klippa okkur (hann). Það var mjög spennandi, og hann sat grafkyrr allann tímann, og daman hrósaði honum mikið fyrir. Annað skiptið sem við látum gera þetta svona prófessional. Við ætluðum að láta klippa okkur hérna heima útá torgi á nýju hárgreiðslustofunni, en hún opnar sko ekki fyrr en 1. okt, og allt í einu gátum við ekki beðið eftir því.

Okkur leist nú fyrst ekkert á blikuna þarna fyrst á klippistofunni..... Mamman fann sig knúna til að reyna að afsaka útganginn á stráknum með því að útskýra að við værum sko að koma beint úr leikskólanum, og þess vegna svona skítugar buxurnar, og æj æj, er líka tómatsósa í hárinu .... he he.

Og dömunni stökk ekki bros.... Þar sem hún klöngraðist um á háhæluðum KÚREKAleðurstígvélum (plís, kannski í einsog eina kvöldstund, en ekki allan daginn í vinnunni!! Hvernig skyldi ilmurinn vera þegar tærnar eru dregnar upp úr þessu soðnar að kveldi dags?), og svo sá hún varla út fyrir maskaranum á augnhárunum.
Ég segi nú bara einsog Hrefna: Pe-lís.

En þegar Skarphéðinn sat grafkyrr og stilltur lyftist á henni brúninn og hún fór aðeins að brosa, og hrósa honum fyrir að sitja kjurr og svona. Svo við bráðnuðum alveg og fannst þessi kúrekastígvél bara smart fyrir rest....
Og strákurinn varð bara sætari með nýju klippinguna, ef það er nú hægt.
:-)

1 Comments:

Blogger Erla said...

Þetta ljósa hár er alveg rosalegt! Maður fær bara ofbirtu í augun... en jú, víst er hann sætur - en ég fílaði samt krullurnar líka :)
E

4:19 pm  

Post a Comment

<< Home