Djö er netið sniðugt...!
Ekki nóg með að maður geti lesið allar heimsins fréttir, hlustað á útvarp og horft á sjónvarp frá hinum ýmsu löndum, sent tölvupóst útum allan hnöttinn á sömu sekúndunni (að því er virðist), verslað einsog vitleysingur (já já been there done that (way too much!)), bloggað og básúnað sjálfan sig útum allt, hnýst í einkablogg annarra og ég veit ekki hvað og hvað.... heldur getur maður líka bjargað heiminum - eða amk. lagt sitt af mörkum til þeirra sem á þurfa að halda. Á www.kiva.org er hægt að Lána - ekki gefa - framtakssömum einstaklingum í þriðja heiminum peninga til að starta fyrirtækjum. Hver lánar hámark 25$ minnir mig. Í gegnum paypal (já, það sama og maður borgar með þegar maður sjoppar á netinu). Það var grein um þetta í New York Times, og hotsjottarnir Bill Clinton og Ophra Winfrey tóku þetta sem dæmi um framtak sem "bætir heiminn", og einfalda leið til að láta gott af sér leiða.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home