Thursday, September 06, 2007

Sólblómamonsterin

Við fengum gefins lítinn og sakleysislegan sólblómafræpoka í vor frá Fredrik og Annicu sem komu í mat til okkar. Okkur Skarphéðni fannst spennandi að sá fræjunum, og fylgjast með græðlingunum sem svo komu upp, en síðan.... hljóp djöfullinn í þessi sólblóm - eða svo hafa fræin orðið fyrir geislavirkni og stökkbreyst, eða ég veit ekki hvað. Allavega eru þær plöntur sem upp komu orðin ca. 3ja metra há, einsog einhver monster úr hryllingsbúðinni.... En engin blóm á þeim !
Maður er orðinn hálfsmeykur að sitja þarna úti á palli, býst við á hverri sekúndu að plönturnar vakni upp og byrji að syngja: "Gemmér! gefmér blóð Freysi, gemmér.... " einsog í Hryllingsbúðinni. Nei ég er nú kannski að ýkja aðeins - mér finnst þau í rauninni mjög flott. Sona frumskógarfílingur á pallinum :-).




1 Comments:

Blogger Erla said...

Þetta er náttlega bara fyndið!!! Svakalega stórt og fyndið hahahahahahaha...! Æðislegt.
E

3:08 am  

Post a Comment

<< Home