Sunday, August 19, 2007

Kolmården

Það var æðislega gaman í Kolmården dýragarðinum. Og fínt að gista á Vildmarkshotellet þar, enda "Sveriges barnvänligasta hotell", einsog þau kalla sig.

Skarphéðinn var mjög upprifinn yfir öllum dýrunum, en.... þegar við fórum í bílferð um safariparken þar sem maður keyrir inn til dýranna, og upplifir þau í sínu umhverfi en samt í návígi - þá datt Skarphéðinn útaf og steinsofnaði, því miður.... :-) litli kútur alveg búinn á því, og ekkert gekk að vekja hann. Það var einn af hápunktum garðsins, gíraffar narta í bílinn, ljón að snæða bráðkvödd dýr, birnir trítla yfir veginn o.s.frv. (ekki opna bílgluggann!).

En hápunkturinn var höfrungasýningin. Þar sem höfrungar léku listir sínar í stórri laug, ótrúlega flott, og gaman að sjá.



Hér er Freyr (og við) í línubana, hátt uppí loftinu, með útsýni yfir garðinn - og víðan völl.

Freyr var með fínu myndavélina sína með, og ákvað að taka nokkrar passamyndir af nokkrum heppnum dýrum.





















0 Comments:

Post a Comment

<< Home