Friday, August 10, 2007

Málningarvinna...

Já, það er búið að vera fleira en frí, ferðalög og afslöppun í gangi hjá okkur hérna megin. Jebb, við (aðallega Freyr) erum búin að mála alla efri hæðina !!! Þ.e. herbergin 3 þar. Mest í ljósum litum, en litaður fondveggur í hverju herbergi. Inspirasjón fyrir litavalið má sjá hér að neðan...

Bláa keramikskálin frá Bjarna, himinninn sjálfur, og fjólublái-blái bakgrunnurinn hjá dökku dömunni á myndinni var sá litur sem við vildum hafa í Skarphéðins herbergi.

Vínrauði/fjólurauð-grái liturinn á myndinni með sófanum var valinn á svefnherbergi okkar Freys og Halldóru, Urban purple heitir hann.

Og soldið útí hermannagrænt valdi Hrefna á sitt herbergi.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home