Sumarfrí á Íslandi
Við fjölskyldan fórum í sumarfrí til Íslands, og fengum sól og yndislegt veður allan tímann - frábær ferð !! Fyrir utan að eiga góðar stundir með vinum og ættingjum skoðuðum við mikið af landinu.
Við keyrðum hringinn, byrjuðum á að gista 2 nætur hjá Unni, Þórarni og börnum sem eiga hlut í eyðibýli á Brunasandi utan við Kirkjubæjarklaustur, það var mjög skemmtilegt; góður matur ogskemmtilegur félagsskapur :-). Svo keyrðum við áfram Austfirðina norður á bóginn, gistum á Edduhótelum á Eiðum f. utan Egilsstaði, síðan á Stórutjörnum vestan við Mývatn, og á Akureyri. Á Akureyri heimsóttum við Aðalheiði ömmu Freys og langömmu Skarphéðins, einnig nokkrar frænkur og frændur á Freys aldri, einsog Hólmar & fjölskyldu og Hildigunni & fjölskyldu.
Sól og brakandi blíða allan tímann, oh, það er svo gaman að vera á Íslandi í góðu veðri!!!
Hrefna og Per komu líka, og stoppuðu í 1 viku. Við fórum með þeim á Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Bláa lónið, í útreiðatúr, í Perluna, oft í sund o.fl. ofl., stanslaust stuð :-). Þau (og við öll!) vorum mjög ánægð með ferðina, þetta var mjög gaman....
Hér að neðan eru nokkrar myndir, og hér má sjá enn fleiri Íslands-myndir í albúmi.
1 Comments:
Þetta eru bara æðislegar myndir :) Hittumst meira næst.
E
Post a Comment
<< Home