Flädersaft-verksmiðjan
Nú standa flädertrén í blóma, og við Skarphéðinn fórum á stúfana og tíndum einsog 70 klasa til að gefa saft af. Þessi tré eru oft í görðum og á opnum svæðum, og það er bara að fara og tína sér "í soðið". Nágrannar okkar eru líka með svona tré, og við Skarpi áskiljum okkur rétt til að tína allt sem hangir yfir okkar lóðamörk sko..... :-)
Svo er þessu bara dembt í ílát með slatta af sítrónusneiðum, sykri uppleystum í vatni, og látið standa í 3-5 daga. Þá eru herlegheitin sigtuð, og fryst í klakaboxi t.d., síðan sett útí vatn og drukkið, namm....
3 Comments:
Ég er gjörsamlega að missa mig yfir þessum litla krúttaða frænda mínum með ljósa krullaða hippahárið! Svo sætur að hann verður næstum því ætur ;)
Og girnileg blóm... en ég veit ekki - mér finnst ekki eins girnilegt að hugsa til þess að drekka þau :S Væri samt alveg til í að smakka...
Erla
Mjög sammála - Mjööög sætur strákur :-) !! En því meður jafnmikill ormur/ jafn fyrirferðarmikill og hann er dædur...
Og þú hefur smakkað svona djús, fläder- blanddjús, keypt útí búð (and you loved it).
Halldóra.
Þetta er það flottasta hjá Svíunum að hafa svona tré... frábært að hafa svona nágranna, ég var með granna sem átti Hallon tré :o)
Post a Comment
<< Home