Porto í Portúgal
Halldóra fór í 5 daga ferð með vinnunni á ráðstefnu í borginni Porto í Portúgal.
Það var mjög fínt, maturinn góður; góður baccalao, gott portvín - og fín ráðstefna. Borgin er skemmtileg, fyrir utan hvað hún er niðurnídd. Elsti hluti hennar niður við árbakkan er á heimsarfslista Unesco, svo merkilegur þykir hann. Gamli hlutinn líkist Gamla stan í Stokkhólmi, nema hvað húsin eru enn ýktari (+niðurnídd), göturnar enn þrengri og brattari, auk þess sem mörg húsin eru flísalögð að utan (!).
Þarna voru mörg portvínshús, svo auðvitað fórum við og prófsmökkuðum - og tókum "sýni" með heim.
1 Comments:
flohottar myndir!
E
Post a Comment
<< Home