Friday, May 04, 2007

Snillíngar

Börnin mín eru ekki bara gullfalleg, heldur best í flestu öðru líka (svo eru þau hógvær líka einsog mamma sín).

Framlag Hrefnu var eitt af 17 framlögum sem komast áfram af 250 innsendum..... !! Í hönnunarkeppninni um að hanna plakat til að vekja athygli á jarðsprengjum í Bosníu, og safna peningum til að fjarlægja þær. Verkefnið heitir "Röj en mina", eða "Fjarlægðu jarðsprengju".
Úrslitin má sjá hér.

Framlögin 17 verða sýnd í Kulturhuset í maí, og úrslitin tilkynnt þar við "hátíðlega athöfn" 24. maí.

Vinsamlega hafið mig afsakaða, en ég þarf að fara niðrí Kulturhus til að skoða sýningu sem dóttir mín tekur þátt í.......

:-)

En já framlagið, má sjá hér. Og það þarfnast útskýringa við, því það er ekki hægt að lesa "smáa letrið" á því. En yfirskriftin er: "Það er ekki bara ein ástæða fyrir því að jarðsprengjur ætti að banna". Á plakatinu eru síðan trilljón orð yfir allar ástæðurnar, og þau sem eru rauðlituð mynda hina augljósu ástæðu: manneskju sem misst hefur fótlegg, með hækjur. Eitt og eitt orð er líka rauðlitað til að leggja áherslu á það.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Snillingur er hún!

Hjödda

10:50 am  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju öll með árangurinn hennar Hrefnu - það þurfti nú reyndar engin verðlaun til að segja okkur að hún sé auðvitað snillingur!!

En nú langar mig auðvitað að sjá hönnunina - fór á þessa síðu, en fann það ekki - enda skil ég ekki orð í svensku :S

Kv,
Erla frænka - hinn snillinn.

1:42 pm  
Blogger Jersey Knitting Mama said...

Thanks for your comment. I really like the photos on your website. Take care!

Sonya

3:45 am  
Anonymous Anonymous said...

Glæsilegt að komast áfram í 17 manna hópinn. Þetta er mjög stór áfangi á ná, og auðvitað finnst mér Hrefnu mynd lang flottust, enda er hún efst á lista :)

1:22 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Halldóra mín
þetta plakat hennar Hrefnu er mjög áhrifamikið og flott. Ótrúlega þroskuð hönnun.....þegar ég skoðaði framlög hinna verð ég að segja að mér fannst framlag hennar lang flottast!!!!Greinilegir hæfileikar !!!!
bestu kveðjur af fróni
Klara

9:23 pm  

Post a Comment

<< Home