Thursday, April 26, 2007

Spurt er.

Jæja.
Mamman fór í gær í búð til að kaupa nýjar gallabuxur á sig. Af illri nauðsyn. Það er nefnilega komið gat á uppáhaldsgallabuxurnar. Á besta stað, þar sem innanlæraskvapið nuddast saman.... Þannig að þegar ég hleyp upp stigana í vinnunni skreppur út neonhvít pulsa, á besta stað sem sagt. NOT very beutiful. Þannig að eitthvað varð að gera í málunum. Og ég af stað í gallabuxnaleiðangur. Og nú spyr ég: Hvað er með þessa gallabuxna hönnun í dag !!?? Af hverju eru allar gallabuxur einsog límdar á rassgatið á manni?!!? (Samt alltaf of síðar!). Er eðlilegt að þegar maður er búinn að troða sér í einhverjar smartar gallabuxur að þá lítur það út eins og maður sé með rass á maganum...? Og hvers konar hönnun er það á buxum þegar maginn lekur út yfir strenginn einsog pulsa?

Ég meinaða. Er hægt að tala um meðgönguskap þegar krakkinn er að verða þriggja ára? Eða flokkast það bara undir skvap. Er til prjónaskvap? Af kyrrsetunni sko. En ég þekki samt eina sem fer með prjónana með sér út að labba með hundinn. Maður ætti kannski að prófa það ? Þó maður sé ekki beint að drepast úr fitu, er nú bara svona freeekar venjuleg kona.

En allavega, þessi nokkuð niðurdrepandi verslunarferð endaði vel. Þegar ég fór í gallabuxnadeildina hjá JC, og hitti miðaldra afgreiðslumanninn. Hann sagði strax: Já, þú ert svona "venjuleg" kona (vá loksins einhver með viti! En kannski langaði hann mest til að segja; Oh, enn ein með huge rassgat og lærin útum allt). "Þú skalt prófa þessar, þessar, þessar og þessar buxur" sagði hann. Og ég prófaði, og fann, mjög fínar og ekkert alltof dýrar brækur, með smá þægilegu stretchi, þeir styttu brækurnar líka, mér að kostnaðalausu.

Svo nú sit ég hér í þessum fínu brækum, sem hemja læraskvapið - enn um sinn.
Jibbí!
Lengi lifi JC.

2 Comments:

Blogger Erla said...

Svar: Þú ert mjög eðlilega kvenleg í vextinum og án efa algjör pæja í nýju gallóunum!

Hönnuðirnir í gallabuxnaframleiðslunni eru bara eitthvað ruglaðir hehe.

1:31 pm  
Anonymous Anonymous said...

Bravó fyrir nýjum buxum, þú og ég ættum að fá okkur stílista sem fer í búðir og kaupir föt og kemur með heim og leyfir okkur svo að velja :)

Hjödda

11:32 pm  

Post a Comment

<< Home