Stúdentinn Per
Já, Per er orðinn stúdent (og atvinnulaus einsog einhver bætti við!). Við Skarphéðinn létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta í þá veislu, en Freyr var staddur í Helsinki. Það var mjög gaman, Per litli allt í einu orðinn svo fullorðinn, svo fínn og "vel tilhafður", allir vinir hans mættu og nánasta fjölskylda og það var skálað í kampavíni og voða hátíðlegt og gaman.
Samt ekki of hátíðlegt sko, því allt í einu "hvarf veislan" og þá voru allir komnir upp á efri hæðina í herbergi Pers, því þau langaði til að leggjast aðeins og hvíla sig.....! Gestgjafamannasiðir voru kannski ekki á námskránni í þessum skóla - nei grín, en svona var bara stemmningin, kósí og ekki of hátíðleg.
Það eru ýmsar hefðir í sambandi við svona útskriftir hér, sumir fara t.d. eldsnemma í fínan morgunmat þar sem skálað er í kampavíni, svo er sjálf útskriftin, þar taka ættingjar og vinir á móti stúdentunum þegar þau ganga útúr skólanum, svo keyra þau um bæinn aftan á vörubíl, með skilti með mynd af sér síðan þau voru lítil. Og skálað á hverju götuhorni. Svo er veisla heima fyrir fjölskylduna seinni partinn, og svo partýstand með vinum fram eftir kveldi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home