Saturday, June 09, 2007

Fyrsta dopp sumarsins og Street

Á laugardaginn fórum við á "barnastarf" Íslendingafélagsins, sem fólst í því að hittast á skemmtilegum róló niðrí bæ og leika saman og fara í pikknikk. Í þetta sinn var það á leiksvæðinu Draken syðst á Södermalm. Síðan röltum við yfir á götumarkaðinn Street sem er við suðurströndina á Söder, mjög skemmtilegur og hippó markaður þar sem t.d. ungir hönnuðir geta kynnt sína vöru.
















Rúna Lóa og Skarphéðinn kanna hvort eitthvað áhugavert sé að sjá á Street.



















Og jú, þarna var "Babydiskó" og sápukúluspúandi flóðhestur, mjög spennó.




















Og vörubílar og lestir líka, vá....!


















Síðan röltum við áfram eftir ströndinni og fengum okkur fyrsta dopp (dýfu) sumarsins, reyndar bara fótadopp...
:-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home