Sunday, June 03, 2007

Furuvik
















Við Freyr og Skarphéðinn fórum í Furuvík um helgina. Það er svona dýra-, skemmti-, og sundlaugagarður fyrir utan Gävle, sem er í tveggja tíma fjarlægð frá Stokkhólmi. Við vorum 8 fjölskyldur sem fórum saman (mömmuhópurinn, sem við höfum þekkt síðan Skarpi fæddist), og gistum í 8 litlum stugum í skógi við lítið vatn (ferlega krúttlegt!). Við skemmtum okkur saman í garðinum bæði laugardag og sunnudag, grilluðum saman á laugardagskvöldið og gistum svo í þessum krúttlegu stugum. Þetta var náttúrulega mikið ævintýri fyrir krakkana, og þau höfðu ótrúlega gaman af þessu. Skarphéðinn var svo glaður og kátur, hlaupandi útum allt, hoppandi uppá steinum og trjábolum, syngjandi og sullandi í lækjum, æðislegt.......!!!

Í dýragarðinum voru apar og kengúrur og kameldýr og alls konar, og í skemmtigarðinum voru alls konar leiktæki.
, og m.a.s. sirkus og trúðar og fjöllistafólk útum allt. Rosalega gaman!!

Svo þegar við komum heim, spurði ég Skarphéðinn: Hvað fannst þér skemmtilegast í Furuvík ? Þá svaraði hann: Brúin. S.s. lítil brú yfir lítinn læk við stugurnar, ha ha ha.....












1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vááá hvað þetta hefur verið æðislegt! Það vantar alveg eitthvað svona hér á Íslandi... kannski það sé vegna veðurs?
E

10:59 am  

Post a Comment

<< Home