Thursday, June 21, 2007

Astrid Lindgrens värld heimsótt


Við fórum í tveggja daga ferð með Sóley, Guðjóni og börnum til Astrid Lindgrens värld, sem er staðsett í Vimmerby, fæðingarbæ Astridar, í um 3,5 tíma keyrslu frá Stokkhólmi. Það var MEIRIháttar skemmtilegt! Skemmtilegasti garður sem við höfum farið í. Hver elskar ekki Línu, og Emil í Kattholti og allar söguhetjurnar hennar Astridar?

Garðurinn er þannig uppbyggður að maður gengur á milli inní söguumhverfin, að Sjónarhól, Kattholti og fleira. Þar eru síðan söguhetjurnar (leikarar) sem sýna stutt atriði úr sögunum, og þess á milli má maður ganga inní húsin og leikmyndina og spjalla við söguhetjurnar - hrikalega gaman !!!

Hér er fleiri myndir frá ferðinni.













































































1 Comments:

Blogger Erla said...

Við Vera stefnum sko á þetta ævintýri næsta sumar!
E

12:48 am  

Post a Comment

<< Home