Saturday, June 23, 2007

Midsommar
















Midsommar er stærsta hátíð Svía, og er haldin næsta föstudag við Jónsmessu. Þá er sungið og dansað í kringum Maístöng, helst með blómsveig á höfði, og svo etnar sumarlegar kræsingar einsog nýuppteknar kartöflur (färskpotatis) og jarðarber. Ásamt yfirleitt síld, stundum laxi, og brauði og osti og þesslegu. Við héldum uppá Midsommar heima hjá Sóley og Guðjóni, þar sem allir lögðu eitthvað til á veisluborðið, mjög gaman einsog alltaf þar á bæ.

Við mælum með grilluðum lax (grilla 4 mín á roðinu, svo 2-4 mín á hinni hliðinni) með þessu jarðaberjasalati - namm !

Krakkarnir elskuðu að leika sér í litla húsinu í garðinum, fengu ís og jarðaber einsog þau gátu í sig látið og hoppuðu svo á trampolíninu fram eftir kveldi.... :-)


























































































Labels:

1 Comments:

Blogger Erla said...

Þetta midsommar dæmi lítur vel út - og allir þessir blómakransar!
E

12:48 am  

Post a Comment

<< Home