Wednesday, August 08, 2007

Meiri strandarferðir

Já Skarpó þykir ekki leiðinlegt að vera á ströndinni, elskar að sulla og busla og moka og fá ís og nesti og meiri ís og kúra á teppi og hlaupa um og fylgjast með öllum hinum (og ekki er verra að ná að stríða einhverjum) og fá meira nesti og sulla og....

Við förum líka stundum í útisundlaugina Kvarnbadet heima hjá okkur í Vallentuna, sem stendur við stóru mylluna (kvarnen) við Vallentunavatnið. Þar er svipuð stemmning: teppi, nesti, baðföt, pikknikk - nema sundlaugavatn (með amk. meiri klór og minna fiskapissi).

Þessar myndir eru frá Sóley, teknar í síðustu strandferð. Sóley bauð uppá pastasallat og allt mögulegt, og við vorum að dóla okkur þarna í góða veðrinu alveg heillengi. Svo þegar klukkan var orðin margt og skuggarnir orðnir langir, keypti Sóley franskar og galdraði svo fram kjötbollur úr (american style) kæliboxinu. Kvöldmatur vesgú!





J

0 Comments:

Post a Comment

<< Home