Pikknikk á róló
Í lok júlí fórum við í pikknikk á skemmtilegum róló hér í Vallentuna; Åby park. Hittum þar þá úr mömmuhópnum sem voru heima: Maríu með Hildu (3ja) og Siri (1,5 ára), og Johann með Olle (3ja), og Nora (1 árs).
Skarphéðinn var mjög feiminn, enda nokkrar vikur síðan hann hitti félaga sína síðast. En síðan var svo gaman að leika og hlaupa að hann gleymdi alveg að vera feiminn - og reyndar líka að pissa í klósettið..... (!) Og enginn varð meira hissa en hann þegar brækurnar og allt voru orðnar rennblautar :-). En það reddaðist nú allt, með naríum frá Hildu og Stuttbrókum frá Olle.
Við Skarpi bökuðum mjög góða rabarbaraköku til að fara með.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home