Friday, August 10, 2007

Guð blessi Ikea.

Leið okkar lá í Ikea á þessum tímum breytinga á efri hæðinni hjá okkur - einsog hjá mörgum sem standa í slíku. Það vantaði ljós og gardínur o.s.frv. ....

Hrikalega er þetta nú sniðug keðja, með skemmtilega hönnun á góðu verði. Þvílík áhrif sem Ikea hefur haft á heimili fólks um allan heim síðan það kom fram á sjónarsviðið, og hefur malað gull alveg frá upphafi. Hinn 79 ára svenski Ingvar Kamprad stofnandi þess er ríkasti maður Evrópu, og 4. ríkasti maður í heimi (!). Hann byrjaði með Ikea aðeins 17 ára gamall, ótrúlegt.

Ég (Halldóra) las á netinu smá viðtal við Ingvar (1974 Ikea chair, one careful owner, not for sale) þar sem fram kemur að hann ferðast með strætó og er búinn að eiga sama Ikea hægindastólinn (Poäng) í 32 ár.....! Ekkert verið að bruðla á því heimilinu ;-).
Ég væri reyndar alveg til í að eiga Poäng hægindastólinn (úr leðri, með fótpalli takk ); hann er mjööög þægilegur (er búin að máta nokkra) - og ekki er verra að hann endist greinilega lengi.
Já, ég er s.s. komin á hægindastóla-aldurinn.








En nóg um það.
Ég er líka komin á " í stíl" og "gráa" aldurinn. Við keyptum nefnilega nýtt hversdagsmatarstell í Ikea, og getum þá skipt úr hinum diskunum sem voru mismunandi og ekki "í stíl". Keyptum 2 mismunandi liti, þannig að þegar við erum orðin leið á ljós-miðaldra-gráum diskum, þá getum við snætt af dökk-miðaldra-gráum í staðinn....
En það er allavega stílhreint og vel hannað. Stórir og girnilegir matardiskar, nammi namm.... og 2 mismunandi gerðir af skálum, sem líka má nota undir réttina sjálfa sem boðið er uppá; hrísgrjónin og það.
Til dæmis.

Og þar sem allt ósamstæða dótið var gefið í burtu (já, auglýstum á www.blocket.se og það kom fólk og sótti það), eru eldhússkáparnir hjá okkur nú einsog í myndinni "Sleeping with the enemy", s.s. allt í beinni röð og reglulegum stöflum.
Freyr sofnaði með bros á vör það kvöld.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home