Saturday, August 11, 2007

Skarphéðinn fær eigið herbergi!!!

Jepp, Skarphéðinn stóri strákurinn er kominn með eigið herbergi!!! Í fyrrverandi gestaherberginu, Svaka spennandi ! Og á nú eigið stóru-stráka rúm, á litlum fótum svo fallið sé ekki hátt úr rúminu..... Og dýna fyrir neðan - bara in case. Hefur einu sinni dottið "lauslega" framúr, ekkert alvarlegt. Rimlaúmið er komið uppí geymslu, og sömuleiðis ýmislegt smábarnadót. Búin að auglýsa alls konar dót til sölu til að létta á draslinu úr geymslunni.
Svefnsófinn og allar (flestar) bækurnar eru komnar inní Hrefnu herbergi (Skarphéðinn fékk sko annað af rúmunum hennar), með loforði um að nýtt rúm verði keypt snarlega ef dömunni dettur í hug að fara að sofa "heima" hjá sér - þó ekki væri nema af og til....

Og allt (flest) dótið hans Skarphéðins komið inn í herbergið - í staðinn fyrir að vera útum allt hús.

Áður en rúmið og dótið kom var sko gaman að hlaupa og hlaupa og hlaupa og hlaupa í herberginu :-) Og reyndar líka eftir að rúmið og það kom...

Frey tókst síðan að sníða og hengja upp sólmyrkvagardínur í öll herbergin (eftir mikið bölv), hvítar voða fínar.

Og síðan er "baaara" að sauma skemmtilegar gardínur (allavega inni hjá Skarpó), hengja myndir uppá vegg og.... og.....





0 Comments:

Post a Comment

<< Home