Sunday, August 12, 2007

Ís og kaffi niðrí bæ

Fórum í bæinn í dag að spóka okkur.
Röltum um Kungsholmen, aðallega á Norr Mälarstrand, s.s. meðfram vatninu og skoðuðum bátana og fólkið og endurnar og fleira. Það var heilmikil bátaumferð; mótorbátar, skútur, ferjur og kajakræðarar, plús húsbátarnir sem er parkerað meðfram öllum kantinum, það er víst eftirsótt húsnæði (!).

Fengum við okkur ís og kaffi á útikaffihúsinu Café Eldkvarn, nálægt Stadshuset. Stólunum er stillt mót vatninu, svo maður hlustar á öldugjálfur og horfir á bátana, mjööög notalegt í góða veðrinu: draumur í dós.

Tveir strákar komu og hoppuðu nokkrum sinnum útí vatnið (í brókunum), og Skarphéðinn tuggði þetta hneykslaður í 3 mínútur: "Það má alls ekki hoppa í vatnið í fötunum!" Síðan kom mótorbátur og hleypti 2 mönnum uppá land. Það gekk frekar klaufalega og leit ekki vel út á tímabili, þeir hafa líklegast haft áhyggjur af að rispa ekki fína bátinn sinn svo það var langt fyrir þá að hoppa uppá land. Skarpó tuggði þá þetta í 5 mínútur: "Hann var næstum dottinn í vatnið !"

Síðan kom ferja/ sightseeing bátur (og spúði díselmengun á meðan hann keyrði vélina til að hafa stefnið uppað kanti svo fólk kæmist um borð - freeekar svona stemmningsdrepandi!) og fjöldi fólks í spariklæðum steig um borð. Þá tuðaði Skarphéðinn í 7 mínútur: "Ég vil líka farí bátinn". Þá fórum við. Og löbbuðum uppað Stadshuset þar sem ýmsislegt spennandi var að sjá; gosbrunnar og styttur og tröppur niðrað vatninu... :-)

Fengum okkur síðan indverskan mat áður en við fórum heim.
Mmmm....























Café Eldkvarnen.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home