Tuesday, August 21, 2007

party party....

Olle vinur Skarphéðins varð þriggja ára um helgina, og hélt veislu í tilefni af því. Jarðaberjatertur, bullar, garðpartý, leikir, mikið fjör mikið gaman. Og auðvitað fiskdamm, sem er í öllum sænskum afmælum. Þá fá allir krakkarnir að "veiða" með "veiðistöng" með bandi og klemmu, sem vippað er yfir tjald. Það veiðist vel hjá öllum, í klemmuna festist nammipoki sem er dreginn á land með tilþrifum. Í þetta skiptið var mandarína, rúsínupakki, hlauppakki og flauta í pokunum.

Skarphéðni fannst svo gaman að hann vildi alls ekki fara heim.... enda rólur og sandkassi og heill skógur og alls konar skemmtilegt dót í garðinum hjá Olle.






















0 Comments:

Post a Comment

<< Home