Monday, September 17, 2007

É so hreyttur....

Já það er mikið að gera á leikskólanum þegar maður er þriggja ára. Svo maður er oft aaaalveg búinn á því þegar maður kemur heim, og bara veeerður að fá að "kíla si".

Það er mikið leikið úti, bæði að framan á leikvellinum og í skóginum á bakvið leikskólann, svo er leikið inni, það er "samling" þar sem er setið í hring og sungið saman, og þau hjálpast að við að leggja á borð og ná í matvagninn, ganga frá eftir matinn (skrapa af diskunum í ruslið og setja þá í uppþvottavélina - Hrefna er m.a.s. ekki enn alveg búin að ná þessu!). Svo er hvíldartími eftir matinn þar sem allir eiga að liggja og slappa af og það er lesið úr bók, þeir sem vilja sofna. Sumir fá nudd, mjög kósi. Tvisvar í viku fer er Skarpi í hópastarfi þar sem er gert eitthvað spes. Í morgun t.d. stóð "göngutúr í skóginum" á dagskránni. Ekki skóginum á bakvið leikskólann, heldur lengra - mjög spennó. Svo er málað og kubbað og allt mögulegt. Seinni partinn fá þau oft að fara inn á aðra deild og leika með stórukrakka dótið þar. Ekki skrítið þó maður sé alveg búinn á því eftir daginn.
Púff....


1 Comments:

Blogger Erla said...

og hvenær sofnar hann þá á kvöldin ef hann leggur sig??
Vera er alveg hætt að leggja sig, enda ekki á fullu í leikskólanum allan daginn hér...
En ef hún leggur sig getur hún ekki sofnaði fyrr en að ganga ellefu sem er alltof seint!
E

7:25 pm  

Post a Comment

<< Home