Wednesday, September 12, 2007

Bjargið heiminum 2

Vissuð þið að það er hægt að safna pening með því að leita (googla) á réttum leitarvélum? Á www.goodsearch.com. Þar getur maður valið að gefa ágóðann t.d. til kiva.org.
Prófið það. Er ekki góð tilfinning að láta gott af sér leiða þegar maður leitar á netinu....?


Svo eigið þið náttúrulega að versla Fair trade merktar vörur þegar þið getið; sjáið líka útskýringu Wikipedia á þessu - kallast Sanngjörn viðskipti á Íslensku. Það er aðallega kaffi, kakó, súkkulaði, baunir o.þ.h (af matarvörunum) sem fást Fair trade merktar. Það er svona vottun (einsog sumt er með "lífrænt ræktaða" vottun), sem tryggir að framleiðandinn (oftast í þriðja heiminum) fær sanngjarna greiðslu fyrir vöruna sem gerir honum frekar kleift að stunda sjálfbæran rekstur og að varan er framleidd án barnaþrælkunar o.fl. Í vinnunni hjá mér er bara keypt Fair trade kaffi. Taliði nú við yfirmanninn í vinnunni ykkar og látið kaupa Fair trade kaffi hjá ykkur. Munar kannski nokkrum krónum - en ég lofa að kaffið bragðast betur og með hverjum sopa eruð þið að bæta heiminn pínkulítið.

Svo er búið að opna mjög skemmtilega Fair trade búð á Klapparstígnum heima, með alls konar skemmtileg gjafavöru og leikföng.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Seljum einmitt Fair trade kaffi í Skerjaveri :)

Hjödda

11:51 pm  
Anonymous Anonymous said...

Flott hjá ykkur!
Halldóra.

11:49 am  

Post a Comment

<< Home