Tuesday, September 18, 2007

Nýtt torg!

Haldiði ekki að það sé komið þetta huggulega torg rétt heima hjá okkur. Fyrir framan skólann og lestarstöðina. Með búðum og kaffihúsi og útilistaverkum og tjörn og bekkjum til að sitja á og ég veit ekki hvað og hvað. Mjög kósí. Allt í einu er bara risin þarna 2ja og 4ra hæða íbúðarhús með verslunum á neðstu hæðinni, og torg og allt saman! Við Skarpi röltum stundum þangað og kaupum ís eða bara til að spóka okkur. Hittum oft einhvern sem við þekkjum. Um daginn hittum við Íslendingana sem búa í næstu götu, þau eiga líka þriggja ára strák; Emil. En þau eru greinilega ekki mjög félagslynd (hvað okkur snertir amk.!).

Hér erum við að rölta útá torg. Miffy kanínan fékk að koma með - á háhest.











1 Comments:

Blogger Lóan said...

Til hamingju með nýja torgið! Gott að úthverfin eru farin að "sífílíseras" (eins og gömul frænka mín sagði alltaf...) aðeins. Kannski meira að segja hægt að fá soya latte í Vallentuna!!??

8:44 pm  

Post a Comment

<< Home