Monday, August 31, 2009

Litla rúsínan

Er farin að vera með hárgreiðslur....
Og uppsteit ! (en það er reyndar ekkert nýtt).
:-)






Sunday, August 30, 2009

Við frænkurnar

Erla frænka í heimsókn

Erla frænka kom í nokkra daga í heimsókn til okkar og Kollu vinkonu sinnar sem býr í Huddinge. Það var mjööög gaman.
Bæjarferðir á daginn og prjón og hekl á kvöldin :-).

Friday, August 21, 2009

Menningarnótt í Reykjavík

Ég tek þátt í Menningarnótt í Reykjavík - úr fjarska. Með teppinu Bára sem verður til sýnis í Nálinni á Laugaveginum. Ásamt 16 öðrum teppum sem verða í barnateppabók sem kemur út í haust. Öll eftir mismunandi hönnuði.

Teppið er heklað úr léttlopa - upplagt til að nota afgangana fannst mér fyrst - en svo fyrir rest var ég orðin mjög vandlát og farin að kaupa spes liti til að hafa í teppinu... !!
So much for "sniðugt að nota afgangana í þetta"...


Wednesday, August 19, 2009

Labbitúr við Stadshuset

Unnur Sóldís er ekki farin að labba sjálf, en elskar að labba útum allt - með aðstoð. Mjög gott fyrir bak aldraðra foreldra hennar eða þannig að labba með henni í keng útum allt.... :-)
En það er gaman. Og krúttlegt.

Hér erum við í labbitúr við Stadshuset niðrí bæ (fyrir um viku síðan). Við löbbuðum heimanfrá Hrefnu sem býr þar nálægt. Unnur Sóldís er í fínu skónum sem hún fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa. Pínulitlir því snúllan er svo lítil - númer 18....!

Af Hrefnu er allt gott að frétta, hún er búin að vera viku á Kýpur með kærastanum, og er svo að byrja í skólanum í þessari viku, í Grafískri hönnun á Södertörns högskola, hér rétt suður af Stokkhólmi.










Friday, August 14, 2009

Tom tits

Við fórum í Tom tits experimentarium um daginn. Þar er hægt að prófa alls konar fyrbæri og gera eðlisfræðitilraunir. Það er t.d. hægt að prófa hvernig þyngdarlögmálið virkar (frítt fall), miðflóttaaflið (hvað gerist þegar manni er snúið í hringi), hvernig hægt er að skjóta plastflösku uppí loftið með því að pumpa lofti inní hana.... o.fl. o.fl.

Skarphéðni fannst rokvélin skemmtilegust. Í henni er hægt að upplifa mismunandi vindstyrkleika - alveg upp til 24m/sek sem er eins og hressandi gustur á góðum degi á Íslandi :-). Hann fór ca. 38 sinnum í hana og lét okkur gömlu prófa líka.
Ég grenjaði af hlátri eftir nokkrar umferðir í henni.... hi hi
Af því að sjá aðra þar - og af því að fjúka þar sjálf....:-)








Thursday, August 13, 2009

Töggur í litlu...!

Þó ég sé bara rétt rúmlega eins árs get ég rennt mér sjálf í rennibrautinni okkar útí garði. OG klifrað upp á hana líka.... :-)

(Mamma er reyndar alltaf með hjartað í brókunum við að sjá mig við þessa hættulegu iðju).

Tuesday, August 04, 2009

Sumar og sól og sull

Yndislegt. Með börn og buru.

Og hver vill ekki hafa svona litla og mjúka rúsínu "hangandi" á sér.... :-)?





Saturday, August 01, 2009

Íslandsferð!

Við fórum í 3ja vikna frí til Íslands í sumar.
Þar var ýmislegt í gangi... skírn Unnar Sóldísar, afmæli, sumarbústaðarferð, ferðalög, ættarmót og svo auðvitað sundlaugaferðir, matarboð og heimsóknir og kaffihúsaferðir.
Mjöööög gaman. Frábær ferð.

Unnur Sóldís var s.s. skírð á Íslandi 4.júlí með nánustu fjölskylduna viðstadda, og samtímis var smá afmæliskaffi fyrir þau bæði, Skarphéðinn og hana. Sólardísin var skírð í sveitinni í bústað Sigga bró, í yndislega grænu mosa, lyng og sóleyja (ekta íslensku!) umhverfi. Við höfðum íslensk blóm í öllum gluggum á bústaðnum, og skírnarskálin var úr íslensku tré, mjög falleg. Hún var reyndar bara ávaxtaskálin í bústaðnum þar til við fengum hana lánaða í þessum tilgangi :-). Nú er Siggi bró búinn að bjóðast til að gefa okkur hana.... Ég afþakkaði fyrst pent og bar fyrir mig plássleysi og fleiru - en kannski er gaman seinna meir fyrir þá litlu að eiga hana....?

Svo keyrðum við fjölskyldan Hringinn, á bíl sem tendgó var svo elskuleg að lána okkur - í frábæru veðri allan tímann. Allt var í fullum blóma og landið skartaði sínu fegursta..... mögnuð upplifun - sem við lifum lengi á. Þetta land er ótrúlegt. Svo falleg og fjölbreytt og mögnuð náttúra.

Hér að neðan er mósaíkmynd úr ferðinni.