Wednesday, October 26, 2005

Vive le (Air) France!



Per og Hrefna ad fíflast... Skarphédni thykir thad nú ekki leidinlegt, er alltaf til í smá böggl.

Annars er thad helst að frétta að við familían erum ad fara í ferð til Parísar í naestu viku. Já, við öll og Per kærasti Hrefnu líka :-). Og thar munum við hitta Starkað bróður Freys sem býr í París, og svo kemur pabbi Freys líka frá Íslandi og verdur med okkur. En thetta er semsagt fertugs-afmaelisferð fyrir Freysa (já, hann aetlar heldur betur að mjólka thetta afmaeli!!!).

Annars er thetta hraebilleg ferð, miðinn kostar um 600Skr báðar leidir + skattar med Air France. Jamm, lengi lifi samkeppnin á milli flugfélaganna, thau keppast öll um ad bjóða betri og betri tilboð.

Iceland express er líka ad byrja ad fljúga til Stokkhólms frá og med maí 2006, og sala á miðum er thegar hafin (!), their kosta víst frá 8000 ISkr./aðra leið. Drífiði ykkur nú öll ad panta miða og kíkiði í heimsókn :-) !!!

Au revoir.....

Saturday, October 22, 2005

Amma og afi í heimsókn


Amma Ellen og afi Víking voru í heimsókn hjá okkur um helgina.
Hér erum vid ad lesa dýrabók, thad eru uppáhaldsbaekurnar mínar.



Hérna gat ég platad afa til ad príla med mér í stiganum... :-)


Skór eru alltaf jafn vinsaelir.

Friday, October 21, 2005



Freysi/pabbi á (stór) afmæli í dag (Sjáiði hvað hann er ánægður með nýja afmælisbolinn sinn!?). Ellen mamma hans og Víking eru mætt alla leið ofan af Íslandi til að halda uppá það með pompi og prakt = allir uppstrílaðir út að borða í kvöld (veit einhver um góða barnapíu? djók - vargurinn fer auðvitað með - barnvänlig restaurant verður fyrir valinu).

Allavega, hér eru nokkrar myndir af Frey í tilefni af árunum 40.
Enjoy - og til hamingju með daginn elsku Freyr okkar !!! :-)



Ég á afmaeli í dag... Ég á afmaeli í dag...! !

Sunday, October 16, 2005

Móna lísa?


Það var ljósmyndari í búðinni Polarn och pyret í Täby centrum þegar við Skarphéðinn vorum þar á ferð um daginn - og Skarphéðinn skellti sér í myndatöku.

Svo þegar myndirnar komu sendar heim - kom þessi fína Móna lísa í ljós.... :-S

Wednesday, October 12, 2005

Sýnatökuferð til Íslands



Þá er ég (Halldóra) komin aftur heim eftir blóðuga sýnatökuferð til Íslands.... En við Birgitta sem vinnur með mér fórum saman. Það fór ein vika í ferðina og þetta gekk þokkalega vel. Við tókum sýni úr þorski og ýsu, alls ca. 75 kvikindum. Skárum út lifur, heila, nýru, milta, kynkirtla, tálkn, þarm, blóð - jú neim it.... Þetta verður notað sem referens frá hreinum og ómenguðum svæðum í norsk-sænsku rannsóknarverkefni. Við unnum við sýnatökuna í Fræðasetrinu í Sandgerði, þar sem Háskóli Íslands er með aðstöðu.

Við fengum fiskinn lifandi í körum frá 2 bátum sem lönduðu í Keflavík. Þeir komu inn kl. 20 - 22 á kvöldin, þannig að það var unnið langt fram undir morgunn, og ekki mikill tími fyrir annað.... (H)eldri starfsmenn Sandgerðisbæjar sóttu fiskinn fyrir okkur á bíl með kerru - og voru orðnir doldið þreyttir á okkur þegar þetta var orðið kvöld eftir kvöld hátt í viku. Þá spurðu þeir pent: "Hérna, hvenær farið þið heim...?"
Hér eru myndir frá herlegheitunum, og texti neðst við hverja mynd einsog alltaf - reyndar á sænsku í þetta skiptið.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég var svona lengi frá Skarphéðni, svo það var gott að koma heim og knúsa hann. Hann var líka glaður að sjá mömmu sína og knúsaði vel á móti.... :-)
Posted by Picasa