Thursday, March 30, 2006

Lúll í vagni



Ég legg mig ennþá á hverjum degi. Sef vært í vagninum mínum (sem ég er farinn að fylla ískyggilega mikið útí!), helst 2,5 tíma á dag.
Helst með neðri vörina yfir snudduna.....



Með lopavettlinga úr íslenskri ull. Sem ég er nú ekki svo hrifinn af að vera með! Þó mamma hafi saumað bíl í þá !!!

Wednesday, March 29, 2006

Hard Rock Halleluja

Arja vinkona sendi okkur link á framlag Finna til júróvisjón í ár: Lordi með Hard Rock Halleluja..... Eflaust ágætt í sínum kretsum - en í júróvisjón: Hahahahahah HAHAHAHAHAHA ha ha hah ha ha ha!

Ætli þeir munu hafa þessar monster-risin-upp-frá-dauðum-grímur á sviðinu....?
Veitir Silvíu Nótt harða samkeppni um eftirminnilegasta framlagið í ár.
Finnar eru flottir!

Tuesday, March 28, 2006

Vorboðinn ljúfi

Já, eins og alþjóð veit er vorið júróvisjónárstíðin, og það er víst á næsta leiti. Forkeppnin er 18. maí og okkur Skarphéðinn minnir að bæði Ísland og Svíþjóð taki þátt í henni. Hér má sjá myndböndin þeirra Silvíu nótt frá Íslandi og Carolu hinnar svensku.

Silvía virðist draumur hverrar dragdrottningar holdi klæddur í þessu myndbandi, og Carola hinn dæmigerði júróvisjón sykursnúður....
En Áfram Ísland !!!! - að sjálfsögðu.

Monday, March 27, 2006

Kaupmannahafnarferð


Já, við brunuðum semsagt niður til Kaupmannahafnar til að hitta Hjördísi frænku og fjölskyldu hennar þar í fertugsafmælinu hennar. En þau flugu frá Íslandi til Köben í tilefni þess. Og hér er fyrsti í afmæli, íslensk lambasteik heima hjá Halli og Guðbjörgu vinum Hjöddu, matreidd af kryddkóngi Íslands, honum Stefáni. Og það er skemmst frá því að segja að hún var hryllilega góð !!!
Á myndinni: Hjördís, Tumi, Íris, Hallur, Guðbjörg, Freyr og Skarphéðinn. Davíð Funi sennilega á gólfinu að leika, og Stefán í eldhúsinu að elda....

Vorið í Köben var einhvers staðar víðs fjarri þessa helgi, en við létum það ekki á okkur fá og nutum þess að vera saman og fá okkur vel og mikið að borða - af ýmsu tagi :-) Hér eru fleiri myndir frá Kaupmannarhafnargeiminu.


Skarphéðinn var bara mjög góður í bílnum á leidinni til Köben - alla 700 kílómetrana....
Svaf og slappaði af, eða skoðaði bók með með mömmu, eða púslaði, eða skoðaði bílana. Og svo var líka stoppað til að viðra sig hér og þar á leiðinni. Og keyptur einn og annar ís og fleira. (Einn ísinn endaði á olnboganum á Frey (getur fólk ekki horft hvert það styður olnbogunum!!!), getiði hvort hann hafi ekki orðið glaður þá !? - en tölum ekki meira um það.... :-) )


Afmælisbarnið og kaupfélagsstjóri Skerjavers med allt sitt ríkidæmi: Íris, Tuma, Davíð Funa - og Stefán er þarna líka - hin megin á hendinni .... :-)


ADAL fraenkurnar... Posted by Picasa


Skarphedinn med David Funa fraenda, 7 manudum yngri. Posted by Picasa

Thursday, March 23, 2006

Skarphéðinn er búinn að vera með sýkingu í augunum, og er búinn að vera heima frá leikskólanum síðan um helgina......!
Greyið litla. En þetta er nú allt að skána, enda eins gott, því það er minisemester í Köben seinna í dag....

Wednesday, March 22, 2006

Köbenhavn, her kommer vi...


Ég kann sjálfur að taka mynd ! Kan själv!

Og svo ætla ég líka að láta ykkur vita að við familían erum farin í helgarferð til Köben. Ætlum að keyra niðreftir. Til að hitta Hjördísi frænku og fagna með henni á 40 ára afmæli hennar þann 24. mars. En hún fer með fjölskylduna sína til Köben í tilefni af því.

Tuesday, March 21, 2006

Toscana here we come !



Jæja, þá er búið að ákveða hvert á að fara í sumarfríinu. Skarphéðinn er búinn að liggja yfir bæklingum og blöðum og er nú loksins búinn að gera upp hug sinn. Það verður sól, sundlaug, strönd og skemmtileg menning innan seilingar. Who could ask for more....? Og það sem meira er, allir í familíunni eru sammála um valið, og allir fara með - líka Per, hinn helmingurinn af Hrefnu.

Það er semsagt búið að bóka tvær vikur í raðhúsi við sundlaug nálægt strönd í litlum bæ í 2 vikur, nánar tiltekið hér - oh, þetta verður æææðislegt.... Tvær aðrar vikur fara samtals í ferðalag á áfangastaðinn - og heim aftur. Það verður sko keyrt á áfangastaðinn samkvæmt venju hjá Mr. Frey Barkarsyni, því að breyta útaf venjunni....!!!? "Detta är ju partur av programmet, hluti af ferðalaginu"..... og hann er búinn að ákveða heimferð um "Romantische Strasse" sem á víst að vera voða huggulegt með hundgömlum þýskum bæjum og guð veit hvað! En þetta er um 350 km leið á milli gamalla bæja og kastala í Þýskalandi sem - einsog segir á netinu er "undoubtedly the most attractive connection between more than two dozen South German towns"....
Og þar hafiði það.

Monday, March 20, 2006

Hipp og kúl


Það er sko fólk hér á heimilinu sem er hipp og kúl (já fyrir utan okkur Freysa). Hér eru þau Hrefna og Per á leiðinni á rokktónleika.


En eiginlega eru þau Hrefna og Per samt oftast bara hangandi heima, þessar elskur, hönd í hönd, glápandi á uppáhalds þættina sína (sem eru ekki fáir!). Hér eða heima hjá Per. Gera alls ekki hreyft sig sitt í hvoru lagi; fara saman út með ruslið, skera salatið hlið við hlið (okkur grunar að þau séu orðin samvaxin á hliðunum!!!)

Þau eru dugleg að passa Skarphéðinn ef þess þarf, sækja hann á leikskólann og svoleiðis. Sem er alveg ómetanlegt. Hér er pössumynd af þeim þremur - tóku hana af sjálfum sér þegar þau voru að passa sig sjálf heima...

Sunday, March 19, 2006

Sunnudagsleikfimin


Við Skarphéðinn förum í leikfimi á sunnudagsmorgnum með mömmuhópnum okkar, það finnst honum algjört æði. Þetta er bara lítill skólaleikfimisalur sem ein mamman er búinn að leigja 1 klt í viku, og svo eru bara boltar og kaðlar og bretti og hestar (litlir) og dýnur sem hægt er að hlaupa og hoppa og skoppa á. Og fjörug músík: Lína langsokkur - eða bara diskó.
Sem er náttlega aðalmúsíkin um aldur og ævi.


Undirbuningur fyrir slana... Posted by Picasa


Skarphedinn er mikill bokaormur, og hefur mikid gaman af ad skoda baekur. Posted by Picasa


... thad er lesid af mikilli innlifun med svipbrigdum og ollu... Posted by Picasa


En nu er Skarphedinn buinn ad internetvaedast !!! Og vill nu skoda myndir a netinu alla daga - helst af sjalfum ser :-). En myndir af Veru fraenku og David Funa fraenda eru lika i uppahaldi. Posted by Picasa


Nyjasta ahugamalid.... ad bora i nefid!!! Med badum hondum ef svo ber vid. Posted by Picasa

Friday, March 17, 2006

Sjúkrabíladraugurinn


Hann Skarphéðinn var heldur betur óheppinn í morgun.... stóð uppá stól við vaskinn í eldhúsinu og datt aftur fyrir sig!!! Beint á hnakkann á grjótharðar flísarnar í eldhúsinu !!! Bæði mamma og pabbi voru nálægt - en ekki nógu snögg til að grípa hann. Eftir ca. 20 mínútur virtist hann verða það vankaður að hann væri að sofna / lognast útaf. Þó þetta væri að morgni dags og pilturinn nývaknaður. Þá leist mömmu og pabba ekkert á blikuna og hringdu í lækni - og það var bara sendur sjúkrabíll strax !!! Læknir kom og kíkti á strákinn - og dæmdi hann "í lagi" eftir smá klíp og þukl, fór svo útí sjúkrabíl og sótti þetta "fyrirbæri" sem Skarphéðinn er með á myndinni og gaf honum, sem verðlaun. Á miðanum á fyrirbærinu stendur Mr. Boo, og við köllum hann því sjúkrabíladrauginn....

Allavega, eftir ca. klukkutíma hresstist pilturinn og fór aftur að verða einsog hann á að sér: að príla uppá stólum og borðum og hanga í gardínunum (nei kannski ekki alveg), og virtist bara vera búinn að gleyma þessu ævintýri (og eina sem sést núna er að hausinn er orðinn aðeins flatari að aftan - Nei bara að bulla!). Og ekki virtist hann forðast eldinn, var kominn beint uppá eldhússtólana aftur að tilbúinn til að reyna við nýjar leikfimiæfingar....


Datt á hausinn segir Skarphéðinn og setur sjúkrabíladrauginn a hausinn...
Svona semi-fyndið finnst mömmu.

Tuesday, March 07, 2006

Við Skarpi sáum þessa niðrí bæ um daginn.

Monday, March 06, 2006

Fríða frænka er best !


Hún Fríða frænka sendi okkur þennan fína púða sem hún saumaði sjálf á vinnustofunni í sambýlinu í Þorlákshöfn. Hann kom innpakkaður í flottum gjafapappír, í stórum kassa, svaka spennandi fannst Skarphéðni. Hann er búinn að dröslast með hann síðan hann kom, og lúllar á honum útum allt - eftir pöntun eða bara eftir behag. Á gólfinu, í sófanum, í stiganum, o.s.frv....... Enda er hann svaka mjúkur og fínn.

Fríða er alltaf að senda okkur eitthvað, kort, bréf eða pakka. Síðast sendi hún okkur almanak frá Landsbankanum, þar tók ég eftir því að það var mynd af húsinu hennar mömmu við aprílmánuð (!). Og svo hringir hún yfirleitt á hverjum degi (stundum oftar!), og biður alltaf sérstaklega vel að heilsa Skarphéðni og sendir honum kossa, knúsa, kærar kveðjur og allt mögulegt :-).
Alveg frábær.


lulla... Posted by Picasa