Fríða frænka er best !
Hún Fríða frænka sendi okkur þennan fína púða sem hún saumaði sjálf á vinnustofunni í sambýlinu í Þorlákshöfn. Hann kom innpakkaður í flottum gjafapappír, í stórum kassa, svaka spennandi fannst Skarphéðni. Hann er búinn að dröslast með hann síðan hann kom, og lúllar á honum útum allt - eftir pöntun eða bara eftir behag. Á gólfinu, í sófanum, í stiganum, o.s.frv....... Enda er hann svaka mjúkur og fínn.
Fríða er alltaf að senda okkur eitthvað, kort, bréf eða pakka. Síðast sendi hún okkur almanak frá Landsbankanum, þar tók ég eftir því að það var mynd af húsinu hennar mömmu við aprílmánuð (!). Og svo hringir hún yfirleitt á hverjum degi (stundum oftar!), og biður alltaf sérstaklega vel að heilsa Skarphéðni og sendir honum kossa, knúsa, kærar kveðjur og allt mögulegt :-).
Alveg frábær.
1 Comments:
Já, hún Fríða er one of a kind!
Greinilega kærkominn koddi að mati Skarpa!
Sætt.
E
Post a Comment
<< Home