Skarphéðinn veikur....
Hér er Skarphéðinn litli lasinn.... Illt í hálsinum og voða slappur. Vill bara kúra hjá pabba og slappa af. Sem er mjöööög óvenjulegt!
Vill annars alltaf vera á fullu að gera eitthvað. Elskar að fá verkefni og hjálpa til á heimilinu (Hér er kannski að rætast draumur pabba hans um heimilishjálp!?), eins og t.d. að setja föt í óhreina tauið, fara með skóna fram.... taka úr þvottavélinni (reyndar allt beint á gólfið í einn haug), taka úr þurrkskápnum (reyndar allt beint á gólfið í einn haug), og að raða hnífapörunum úr uppþvottavélinni í hnífaparaskúffuna (reyndar allt í einn haug). Þar ruglast hann reyndar stundum og byrjar óvart að setja hnífapörin aftur í körfuna úr uppþvottavélinni.... :-)
1 Comments:
Uppþvottavélar eru víst ótrúlega spennandi hjá öllum strákum hef ég heyrt....
Hjödda
Post a Comment
<< Home