Friday, February 29, 2008

Byggboom í Reykjavík


Það er grein í Dagens Nyheter í dag um húsbyggingaræðið á Íslandi. Ég er eiginlega sammála því að það sé fréttaefni..... Fer þessu annars ekki að fara að fara að linna ? Fasteignaverð aðeins farið að lækka, er það ekki....

Svo við hérna (veðurfarslegir flóttamenn og fleira) höfum einhvern tíman efni á að kaupa húsnæði á Íslandi :-).








Friday, February 22, 2008

Orkubolti að leik. Eða hoppi.






Wednesday, February 20, 2008

Vorið er víst á leiðinni.

Veturinn hérna er búinn að vera hálfgert svindl. Við erum einu sinni búin að fara á sleða í allan vetur !!! Enginn snjór og enginn kuldi. Stefnir í heitasta febrúarmánuð hér í 250 ár (!)

En Skarphéðinn og við hin kvörtum ekkert (mikið) yfir því. Við erum sátt við milt og gott veður, og erum á leið í skíðaferð til Grönklitt með Sóley og fjölskyldu í mars, það bætir upp snjóleysið hér heima.

Það er búið að skrá Skarphéðinn á skíðanámskeið þar og allt.... sjáum til hversu mikil hetja hann reynist :-).

Annars erum við bara tilbúin fyrir vorkomuna hérna í borginni. Það er orðið svo bjart og sólin farin að skína meir og meir. Það er komið svo mikið vor í mömmuna að hún er farin að hanga á síðum einsog Odla.nu..... (!) Búin að læra allt um hvort og hvernig og hvenær á að klippa Rhododendron, og fleira.....

Ekki nóg með það; Hún er hún búin að gerast áskrifandi að blóma og garðablaðinu Rosie . (Note to self: muna að segja áskriftinni upp þegar ég er búin að fá 2 blöð og pashminusjalið).

Og.... svo er hún búin að kaupa pelargóníugræðlinga (á tíkall stykkið) sem bíða eftir að fá að komast í flotta potta (eða reyndar helst svona brúna keramikpotta, það lítur svo pro út). Á myndinni sjást fínu græðlingarnir, og aðgerðarlausu sleðarnir úti í baksýn.

Fylgist með æsispennandi framhaldssögu hér á blogginu; Munu græðlingarnir lifa til að komast útí garð í sumar....?

Tuesday, February 19, 2008

Það er gott....

.... að eiga góðan og skilningsríkan mann, einsog þessi.

Saturday, February 16, 2008

Prjónakaffi

Mamman fór á íslenskt prjónakaffi niðrí bæ í morgun.
Mikið hlegið, mikið kaffi, mismikið prjónað.....
:-)






















Feðgarnir höfðu það bara gott heima í sófanum á meðan.





Friday, February 15, 2008

Sjálfhelda!!

Stundum lendir maður illa í því !!
Þá er ekkert annað að gera en kalla á hjálp....

Wednesday, February 13, 2008

Einn alveg ekta

Vá, hér er einn original: sjá myndband.

Og ég segi nú bara einsog einhver: Hvernig er hægt að ekki elska hann Kidda...!!??

:-)

Monday, February 11, 2008

Hey, blá tunga!

Siggi frændi og Jóna röltu einn morguninn útí búð með Skarphéðni - og keyptu bláan spiderman frostpinna - strákurinn fékk bláar varir og tungu- mjög spennó!
:-)




Sunday, February 10, 2008

Siggi bró í heimsókn


Siggi bróðir (Halldóru) kom í heimsókn með Jónu og stoppaði hjá okkur í nokkra daga. Hann notaði tímann vel og átti stórafmæli (50!) á meðan þau voru hér. Í tilefni af því buðu þau okkur Frey rosa fínt út að borða í Gamla stan.



Skarphéðinn og við hin gáfum honum "svenskt gjafakort" í afmælisgjöf, það gat hann notað uppí þessa fínu Timberland dúnúlpu sem hann fann þarna einmitt þegar við vorum í sightseeing í Vaxholm.

Eftir smá rölt þar, (úlpukaup), og kaffihúsaheimsókn fórum við svo í smá skerjagarðssiglingu með ferju niðrí bæ. Mycket bra.






















Já og snjórinn í síðasta bloggi..... fór eiginlega jafnskjótt og hann kom.
Hafa s.s. ekki verið fleiri sleðaferðir í ár.

Sunday, February 03, 2008

Loksins kom snjórinn....

Já loksins kom snjórinn hér í Svíþjóð, og við fórum út á sleða í dag í fyrsta skipti í vetur. Það er mjög óvenjulegt, yfirleitt er frost og allt á kafi í snjó hér í Janúar.

Skarphéðni fannst hrikalega gaman að renna sér útí brekku, og ekki spillti fyrir að hann hitti 3 leikskólafélaga sína þar, eða einsog hann sagði sjálfur: "Ég hitti alla vini mína".

Síðan fórum við í sund í Gym och sim í Vallentuna, og eftir það var Skarphéðinn alveg búinn á því.... sofnaði næstum í bílnum á leiðinni heim (5 mín leið)!