Saturday, September 23, 2006

Síðsumar


September er búinn að vera mjög heitur og fínn. Einhver sagði að meðalhitinn hefði verið hærri en sumir júlímánuðir hér í Sverige (!). Skarphéðinn er mjög ánægður með þetta og hleypur enn um hálfber í garðinum.

Þessi rós í garðinum hjá okkur blómstrar núna á fullu. Mömmu kenning er að hún hafi tekið svaka kipp eftir að farið var að tæma koppinn hans Skarpa þarna í beðið.... (!!!!)

Tuesday, September 19, 2006

Kanelbullar



Þau Hrefna og Skarphéðinn hjálpuðust að einn eftirmiðdaginn við að baka hina mjög svo sænsku kanelsnúða.

Ekki amalegt að hafa svona aðstoðarkokka heima.

Sunday, September 10, 2006

Á hestbaki!














Skarphéðinn litla hetjan fór á hestbak í dag. Var alveg ákveðinn í að það væri það sem hann vildi gera í 4H-garðinum (húsdýragarðinum) sem við heimsóttum. Svo við stóðum þolinmóð í röð og mátuðum hjálma og svoleiðis þangað til röðin kom að okkur.














Þegar til kom var það pony-inn Solsken (sólskin) sem Skarphéðinn fékk að tölta einn hring á. Og eiginlega, þegar til kom, var Skarpi litli alveg að s.... á sig af hræðslu....













.... og heimtaði að fá að fara af baki, og vildi svo teyma hestinn sjálfur "kan själv" eitthvað útí móa....














En fékkst svo fyrir rest til að fara aftur á bak og klára hringinn :-). Var síðan mjög ánægður með sig, og talaði mikið um hestinn þann daginn. Það fyrsta sem hann sagði eftir miðdagslúrinn sinn var Hettin, Hettin... = Hesturin, hesturinn...

Thursday, September 07, 2006

Uppskerutími...




















Epli af trjám nálægt háskólalóðinni.....



















Plómur úr garðinum hjá Lottu í vinnunni.

Tuesday, September 05, 2006

Skerjagarðsferð















Ég (Halldóra) var á tveggja daga fundi með hópnum mínum í vinnunni úti á eyjunni Sävö, í skerjagarðagarðinum suður af Stokkhólmi. Það var fundað í húsinu á bryggjunni lengst til hægri. Það er með gluggum allt í kring, svo maður getur fylgst með skútunum sigla framhjá og látið sig dreyma um siglingar..... á milli þess sem maður reyndi að kreista eitthvað gáfulegt uppúr sér.