Saturday, June 25, 2005

Midsommar



Midsommar! Byrjaði og endaði við veisluborð hjá Röggu og Bergi. Fyrst sill-lunch (síldarhádegisverður) að svenskum sið, svo grillveisla um kvöldið eftir að við höfðum farið og séð maístöngina reista.


Við fórum til Rönninge by (ásamt aaansi mörgum öðrum) þar sem maístöngin var reist, dansað í kringum hana, spiluð músík o.fl.


Heima í garðinum hjá Röggu var sandkassinn vinsæll... :-). Skarphéðinn náði sér í litla röku snemma dags sem hann sleppti ekki úr hendinni allan daginn - og rakaði af og til með henni í sandkassanum.

Monday, June 20, 2005

Köttur og barn í baði...


:-) Posted by Hello

Sunday, June 19, 2005



Við fórum í brunch til Röggu og Bergs. Hér leika Skarphéðinn og Guðrún Lóa í sandkassanum.



Alveg búinn á því þegar við komum heim....!

Saturday, June 18, 2005

Sommar...


Klappi klappi... - og borði borði Seríós..... :-)


... Og garðurinn blómstrar..... Sjáiði þessa fínu Íris - Helene og mamma hennar Eleonora gróðursettu hana fyrir 2 árum þegar Helene fékk lánað húsið í nokkrar vikur, og nú blómstrar hún sem aldrei fyrr, nokkrir knúppar á leiðinni... svaka flott.

Wednesday, June 15, 2005

Mammaträff


Það vara mömmukaffi hjá okkur í dag. Við sátum útí garði og drukkum kaffið því það var svo gott veður. Rosa gaman að hitta vini okkar og leika saman!

Hér eru fleiri myndir af okkur mömmum og börnum á Skansinum og í mömmukaffinu.



Alma keyrði Olle fram og til baka í vagninum mínum - og þótti það svaka fjör !!!


Við lékum okkur í boltabátnum mínum (sem er fullur af boltum)
- rock the boat baby... :-)

Friday, June 10, 2005



Við fórum á Skansinn með nokkrum úr mömmuhópnum okkar. Það varð mjög skemmtilegur afmælisdagur hjá mömmunni!
Hér erum við að skoða elgina. Sem eru by-the-way ekkert smá stórir !!! Þó það sjáist ekki vel á þessari mynd, en þeir eru algjör flykki þegar þeir standa upp. Og m.a.s. bara hausinn.... !!! Huge.



Hér erum við að skoða birnina.


Svo borðuðum við nestið okkar úti í einhverjum garði við eitt af húsunum í safninu /garðinum.


Mariella, Anna, Maria, Jenny, Sofi og börn.

Thursday, June 09, 2005



Hrefna pía er nú búin að klára grunnskólann og fer í menntaskóla í haust !
Það er hefð að hafa svaka síðkjólaball fyrir þau sem eru að klára 9. bekkinn, Hrefna lét sig ekki vanta á það. Keypti nýtt dress og svaka háhælaða skó, fór í hárgreiðslu og mætti á svæðið með vinkonum sínum í limosínu!

Hér er Hrefna á "Balen" með nokkrum stöllum úr Bällstabergsskolan. Hrefna er á miðri mynd í hvítu dressi. Með 50 ára gamla pallíettuveskið hennar ömmu Völu ! - í annað sinn semsagt á þessu ári sem rykið er dustað af því og því dröslað útá lífið... :-)

Mömmu gömlu finnst dömurnar líta út einsog þær séu að taka þátt í fegurðarsamkeppni eða álíka, enda voru kjólarnir ekkert Smááá.... margir sér-hannaðir og sér-saumaðir eða gamlir brúðarkjólar og ég veit ekki hvað.
Rosa flott.

Wednesday, June 08, 2005

Skarphéðinn 11 mánaða


Já núna er ég orðinn 11 mánaða gamall, hrikalega stór og duglegur (og rosalega sætur) strákur!!!

Ég er kominn með 3 tennur; fékk þá fyrstu á Íslandi í byrjun maí, næstu þegar ég var kominn aftur til Svíþjóðar, og þá þriðju þegar ég var aftur á Íslandi seinni partinn í maí. Allt maí-tennur semsagt , og 66% af þeim "íslenskar"..... :-)

Ég get núna labbað alveg sjálfur !!! en vill bara eiginlega aldrei gera það..... legg mikið á mig að leita að og krækja í hendurnar á þeim mömmu eða pabba (alveg sama þó þau reyni að stinga höndunum í vasann eða halda þeim uppí loft - ég hætti ekki fyrr en ég næ taki á þeim) og dreg þau síðan útum allt, læt þau leiða mig þangað sem ég vill fara. Þau hafa (að mínu mati) ekkert betra að gera en það .... :-). Ég tók fyrstu skrefin sjálfur á Íslandi 27. maí, labbaði alveg 10 -15 skref sjálfur á Kleppsveginum !!! Leiðinlegt að amma Vala gat ekki séð það.

Svo kann ég að klappa saman lófunum, vinka bless, sýna hvað ég er stór, og segi kis-kis þegar ég sé kisu (og reyndar öll dýr, líka selina í húsdýragarðinum!!), segi "Da-tth!" alltaf þegar ég hendi dóti í gólfið.

Stundum ruglast ég reyndar og byrja að klappa (í staðinn fyrir að setja hendurnar uppí loftið) þegar ég er spurður: "Hvað ertu stór Skarphéðinn?"
Jamm, flóknar þessar sirkuskúnstir sem er verið að kenna mér.

Svo finnst mér gaman að skoða bækur, bendi með litla vísifingrinum mínum á allar myndirnar, eða næ í vísifingurinn á mömmu og læt hana benda á myndirnar og segja frá. En skemmtilegast er að labba og brölta útum allt. Svaka gaman þegar það er gott veður og opið út í garð, þá labba ég (læt leiða mig) útá pall, útí grasið, uppá steinhellurnar, aftur uppá pallinn hinu megin, útí grasið, uppá hellurnar, uppá pallinn, útá grasið..... hring eftir hring eftir hring....

Mér finnst líka gaman að gramsa í skápum og alls konar dóti sem ég má ekki fikta í - einsog klósettinu....! Svo er gaman að labba úti í vagninum mínum, en ég er svaka forvitinn alltaf; tími varla að leggjast niður og hvíla mig í honum því þá missi ég af einhverju spennandi (einsog ketti eða bíl eða krakka eða blómi eða steini.....). Mér finnst líka gaman að róla útá róló, og knúsast og kítlast uppí sófa, svo er líka mjög gaman að hitta aðra krakka, einsog vini mína í mömmuhópnum okkar sem við hittum alltaf á miðvikudögum (þegar mamma er ekki að vinna).
Og er bara yfirleitt mjög hress og kátur með alla hluti :-)


Ég er kominn með fullan munn af tönnum.....!! ókei eða, allavega þrjár - hér glittir í þessar 2 sem eru niðri.
Myndin er tekin þar sem ég sit á milli mömmu og pabba í flugvélinni á leiðinni heim frá Íslandi.

Tuesday, June 07, 2005

Nokkrar myndir frá Íslandsferðinni


Í blómahafi í garði við Laugarnesveginn.


Hrefna og Freyr uppí kirkjugarði.


Á labbi útá Laugarnesinu.


Það var opið hús á vinnustofunni á sambýlinu hjá Fríðu systur þann 27.maí . Myndin er tekin á vinnustofunni og í býksýn sjást nokkur af listaverkunum sem þau framleiða þarna, bæði ótrúlega flott keramik; kertastjakar, hjörtu skálar, englar, álfakóngar og fleira, og líka þæfð ull; epli, blóm og dúkar. Allt svakalega flott!!

Á myndinni með Fríðu er Þóra.


Skarphéðinn í fyrsta skipti í húsdýra og fjölskyldugarðinum !!! Með Erlu og Veru - auðvitað.
Það var ekki búið að hleypa dýrunum (eða fjölskyldunum...) út.


Á labbi í Heiðmörk með Erlu og Veru. Skarphéðinn sefur vært í kerrunni hennar Veru.


Tveir gríslingar fyrir einn..... í Heiðmörk.

Monday, June 06, 2005


Þá erum við komin aftur til Svíþjóðar eftir þessa Íslandsferð.

Mamma dó þann 21. maí, og var jörðuð í kyrrþey að hennar ósk 26. maí. Þetta gerðist allt svo hratt eitthvað, og henni hrakaði ört síðustu dagana. Það voru lungun sem voru orðin svo léleg, og voru að gefa sig.

Ég trúi varla að þetta hafi gerst, en svona er það nú samt. Þessa mynd tók ég af henni 10. maí, síðast þegar ég var á Íslandi þegar við sátum við eldhúsborðið hjá henni eins og við höfum gert hundrað sinnum áður. Ekki grunaði mig þá að þessi mynd myndi 2 vikum seinna verða notuð í andlátstilkynninguna hennar......