Thursday, September 30, 2004

Líkur og líkur...


Skarpi virðist eiga marga "svipi". Eina stundina er hann svo rosalega líkur einhverjum í fjölskyldunni, aðra stundina engum sérstökum.... Mest finnst mér hann líkur pabba (Skarphéðni) til augnanna, og bræðrum mínum líka á einn eða annan hátt. Össi bróðir/frændi sagði t.d. þegar hann sá smá vídeó af honum: " Mér finnst ég vera að horfa á sjálfan mig!".

Á þessum tveimur myndum hér t.d. finnst mér hann næstum vera tveir mismunandi strákar....
Posted by Hello


Eins og tveir strákar!... Posted by Hello

Wednesday, September 29, 2004

What kind of knitting needles are you?

Hér er quizilla próf sem ég tók....

What kind of needles are you?:

interchangeable

You are interchangeable. Fun, free, and into everything, you've got every
eventuality covered and every opportunity just
has to be taken. Every fiber is wonderful, and
every day is a new beginning. You are good at
so many things, it's amazing, but you can
easily lose your place and forget to show up.
They have row counters for people like you!

Einmitt... "Fun free, and into everything..." Minnir á dömubinda-auglýsingu! Prófiði sjálf:

What kind of knitting needles are you?
brought to you by quizilla.

Tuesday, September 28, 2004

Digital tölvutengdur hitamælir á bringu óskast


Það er alltaf sama sagan þegar litli fer útí vagn að sofa. Hvað er heitt úti? Á hann að vera í flísgallanum með teppi, eða bara með dúnsængina, er nóg að hafa bara bómullarhúfu, eða bómullarhúfu og hettuna, eða bómullarhúfu plús þykkari húfu.....? Og svo endar maður á því að vera alltaf að hlaupa út og athuga hitastigið, stingandi köldum krumlunum inná á greyið til að tékka. (Plús skiptin sem maður er að tékka hvort hann andi ekki örugglega: hristi hristi, þar til hann vaknar, já þetta er sjúkt). Af hverju er ekki fyrir löngu síðan búið að finna upp einhvern digtal hitamæli sem maður festir á bringuna á börnunum áður en þau fara útí vagn? Svo fylgist maður bara með hitastiginu á tölvuskjá, og þá andardrætti og hjartslætti líka while you are at it. Ég meina er ekki 2004? Þetta er nákvæmlega sama vandamálið og fyrir 15 árum síðan man ég með Hrefnu - og alla tíð þar áður....! Það er farið að bjóða uppá túristaferðir útí geim (3 mínútur í þyngdarleysi fyrir 14 milljónir, sem er reyndar soldið lítið fyrir mikið), en svona hitamælar fyrir börn fást ekki. Ótrúlegt. Mér finnst að þetta ætti að fylgja með börnunum bara þegar maður fer heim af fæðingardeildinni. Bara eins og barnabæklingurinn sem maður fær hér uppá spítala þegar maður fer heim. Sem Freyr þreytist ekki á að blaða í og segir svo alltaf af og til: Hva, grænn kúkur/ hvítt hor/blettir á haus - það stóð ekkert um þetta í bæklingnum sem við fengum með honum....

Reyndar er kanski málið að börn sofa almennt ekki úti nema á Íslandi, þannig að þetta hitastigsvandamál er kanski mest bara aktúellt á Íslandi. Strandar semsagt á íslenskum hugvitsmönnum.

Posted by Hello

Monday, September 27, 2004

Unglingaveikin er eins og gigt...


Já unglingaveikin er eins og gigt, stundum er maður slæmur af henni og stundum betri.... Maður veit aldrei almennilega hvað veldur eða hvernig dagurinn í dag verður, það er bara að gjöra svo vel og njóta góðu daganna :-). Í gær þá tók unglingurinn á heimilinu sig til og bakaði hina alsvensku bulla (kanilsnúða), OG SKÚRAÐI SVO ELDHÚSGÓLFIÐ Á EFTIR. Og ekki nóg með það, heldur horfði hún á DVD mynd með okkur gömlu um kvöldið. Við sáum The Italian job, sem var bara svona allt í lagi spennumynd. Freyr hafði sko "skroppið útí búð " til að kaupa mjólk og brauð, en kom aftur með Fullan innkaupapoka af mat og Fjórar dvd myndir....! (sem eru reyndar leigðar í 4 daga). Þrír kjúklingar til dæmis, sem beinlínis höfðu hoppað uppí innkaupakörfuna, þetta var nefnilega allt á svo góðu verði. Ég bara horfði á hann og andvarpaði eins og ég gerði þegar hann kom heim frá byggingarvöruversluninni af Tilboðsdögunum. Með Fjórar maskínur af því þær voru á svo góðu verði (Ég meina, maður veit aldrei hvenær maður þarf næst á stingsög eða slípara að halda). Já hann Freyr er alltaf að gera svo góð kaup þessi elska.... :-) Posted by Hello


:-) Posted by Hello

Friday, September 24, 2004

Hmm garnbannið já


Jamm, svona fór með garnbannið sem ég setti mig hér í fyrir nokkrum dögum.... Þetta fína "sjálfrandandi" sokkagarn var að koma með póstinum í dag frá Martinas (Virtuelles Einkauf Paradies kvorkimeiranéminna) í Þýskalandi. Enda tók ég ekki fram við mig að garnbannið gilti um kaup í gegnum netið.... :-) Geri það hér með.
Og þetta var sko pantað í gegnum Þýska síðu ! Mikið held ég að hún Sigga þýskukennari í MH yrði glöð ef hún frétti að mér hefði tekist þetta..... Og ég lærði m.a.s. ýmislegt nýtt eins og "im der Warenkorb" og "weiter zum nächsten schritt".... Reyndar hafa kanski líka þessir tveir mánuðir í hótelvinnunni í Austurríki Der Sommar 1987 hjálpað smá með þýskuna.
Allavega, þetta er spennandi garn, fæst ekki í Sverige, og var (greinilega) bara must-have fyrir mig. Og þar sem ég virðist þjást af SSS (Second Sock Syndrome) - sem lýsir sér í því að Löng bið verður á að Hinn sokkurinn verður prjónaður, hef ég ákveðið að sjá við því með því að prjóna báða sokkana í einu með "nýrri tækni".....

Annars gengur vel með skápeysuna hans Skarpa, enda er hann farinn að spyrja eftir henni: "Mamma, hvenær verður skápeysan mín tilbúin?":-)
Annars sá ég svipaða uppskrift að þessari peysu á netinu og þá kallast hún Ballerina top! Eins gott að Skarpi sjái það ekki. Eða pabbi hans, sem vill ekki einu sinni að ég setji barnið í sokkabuxur því "það er bara fyrir stelpur" !, en ég hlusta nú ekkert á það....

Posted by Hello

Köttur í bóli.....


Sumir farnir að færa sig uppá skaftið...! Randí bara búin að hreiðra um sig í stólnum hans Skarphéðins! Yfirleitt skil ég þennan stól eftir á hliðinni svo Randí hertaki hann ekki, henni finnst þetta greinilega góður staður, en hún hefur nóg af öðrum stöðum til að lúra á. Annars kemur þeim Randí og Skarpa vel saman, en hún er nú frekar mest áhugalaus um hann.
Posted by Hello

Thursday, September 23, 2004

Hvítt meðalljón


Já, nú er Skarpi opinberlega ekki lengur gulur samkvæmt síðustu læknisskoðun, fyrir þau ykkar sem ekki hafa heyrt það (jibbí!). Þannig að við þurfum ekki að fara að leita að nýrri lifur handa honum eins og (móðursjúka) mamma hans var næstum farin að ímynda sér..... Þetta hefur bara verið langdregin ungbarnagula. Stundum hefur brjóstamjólkin þessi áhrif á börn, þá eru fitusýrur úr mjólkinni að keppa við niðurbrotsefni (í þessu tilfelli s.k. bilirubin) um að vera unnin af lifrinni til að síðan geta skilist út með þvaginu. Líklegast hefur það verið þannig í þessu tilfelli.
Svo er hann akkúrat á meðalkúrfunni í lengd og þyngd, algjört meðalljón. En hann er reyndar alveg á efstu kúrfunni fyrir krúttleika og knúsfaktor.... :-)

Annars gengur allt bara vel, Skarpi er (oftast) mjög ljúfur og góður, stundum reyndar eitthvað pirraður útaf maganum og vill þá láta halda á sér "á maganum". Hann er eingöngu á brjósti og brjóstagjöfin gengur vel (annað en hægt var að segja um Hrefnu, sem vildi aldrei brjóstið almennilega!). Það er eiginlega ekki komin nein föst rútína á það hvernig hann sefur á daginn, en ef hann sefur ekki vel á daginn - útaf pirringi í maga eða öðru er hann hálfómögulegur þann daginn.... Hann fer yfirleitt út í vagn 1 - 2svar á dag, og sefur best á röltinu. Hann sefur annars allar nætur, drekkur oftast um miðnættið, vaknar svo til að drekka ca. um kl. 04, og sofnar síðan strax aftur (vaknar eiginlega ekkert almennilega). Svo drekkur hann aftur undir morgunn og sofnar stundum aftur eftir það (þá er mamma morgunlata voða glöð og sefur líka áfram). Á morgnana er hann voða glaður, hlær og skríkir og tekur þátt í hrókasamræðum. Þá vill hann eiginlega ekkert endilega láta halda á sér, heldur liggur og spriklar og finnst gaman að kíka í kringum sig eða spjalla við fólk. Annars líður dagurinn mest við knús og hjal og brjóstagjöf og bleyjuskiptingar og vagnabrölt og göngutúra og hoss á handlegg og þess háttar....
Posted by Hello

Tuesday, September 21, 2004

Brjóstaþoka og óð fluga

Já, tíminn líður eitthvað svo hratt hjá okkur í HLH-flokknum (HeimaLiggjandi Húsmæðurnar). Erla frænka, sem er líka í HLH sem stendur skrifaði á blogginu um To do í barneignar"fríinu" listann sinn sem lítið saxast á. Ég skil hana Mjög vel! Tíminn bara líður eins og óð fluga, og það verður lítið úr stórum verkefnum hjá manni. Litli grísinn tekur nebblega sinn tíma, og það er bara hið besta mál - þegar maður gerir sér grein fyrir því að þannig er það bara...

En maður er samt eitthvað alltaf jafn hissa á því hvað þetta gengur eitthvað illa upp: tími og afköst: "Hva, er klukkan virkilega orðin sex...", og "Hva, er aftur kominn þriðjudagur....?!" En þar kemur líka brjóstaþokan til hlýtur að vera. Ég finn það alveg greinilega að það er oft ansi mikil þoka í hausnum á mér nuförtiden, "milkhead" kallast þetta líka, hormónaáhrif sem þjá konur með börn á brjósti... :-)


Hér er Skarpi í spari(jakka)fötunum sínum, skyrtu og buxum úr hör frá Ellen ömmu, sem notast við "betri" tækifæri. Hrefnu finnst hann vera eins og lítill jakkafatakall í þessu :-) Posted by Hello

Monday, September 20, 2004


Ég (Halldóra) er komin í garn-bann....!!! Sem þýðir að ég ætla ekki að kaupa neitt garn í viðbót - í bili. Allt garnið á myndinni hef ég keypt á síðustu vikum (!), sem ég viðurkenni að er Doldið Mikið, og eiginlega Doldið Sjúkt.... En allt þetta garn var samt Bráðnauðsynlegt fyrir mig að eignast, þegar ég stóð augliti til auglitis við það í búðinni þið skiljið, og satt er það, ég veit nú ekki hvernig ég hefði getað spjarað mig ef það hefði ekki legið í körfunni minni síðustu vikur (eða þannig ehemm...). En, þetta er ekkert miðað við prjónakerlingarnar vinkonur mínar sem eru enn verri en ég, og geyma garnið sitt í svörtum ruslapokum (Freysa finnst þetta reyndar ekki vera nein málsvörn fyrir mig).

Og ég prjóna á fullu, sem er reyndar ekki sérlega mikið á fullu (Skarpi heldur manni jú bissí), og fæ alltaf nýjar og nýjar hugmyndir, sem ég get ekki beðið eftir að prófa. Ég er t.d. oftar en ekki bara rétt hálfnuð með einn sokk þegar en ég Verð að fitja uppá nýju hugmyndinni til að sjá hvernig það kemur út... Og þá er jú allur hinn sokkurinn eftir! Ég hef svo margar hugmyndir - og svo lítinn tíma, að ég held ég verði svei-mér-þá að ráða prjónakonu....

Það sem ég er með á prjónunum í bili eru bláu "Waves" sokkarnir á Skarpa (vinstra megin á myndinni), ljósbrúnir blúndusokkar á mig (til hægri), beige skápeysa á Skarpa (1 ermin sést á miðri mynd), langar að byrja á poncho úr þykku hvítu garni (neðst), langar að byrja á sjali úr mohairinu (vinstri), langar að byrja á "hálfum" vettlingum (engir fingur) með perlum (bláa garnið til hægri), o.s.frv. o.s.frv.
So much garn - so little time....
Posted by Hello

Sunday, September 19, 2004

ekkert nýtt... :-)


Skarpi er loksins búinn að hengja fiðrildin sín upp í óróa yfir skiptiborðinu, svo nú er sko gaman að láta skipta á sér (can´t get enough of it!) Posted by Hello

Saturday, September 18, 2004


Skarpi fær stundum að vera með Hrefnu á msn-inu... Í Baby Björn pokanum. Posted by Hello

Friday, September 17, 2004


Posted by Hello


Posted by Hello

Thursday, September 16, 2004


Posted by Hello


Posted by Hello


Posted by Hello

Sunday, September 12, 2004

Unnur og Hella eru í helgarheimsókn...


Já þær Unnur og Hella eru í helgarheimsókn hjá okkur, til að knúsa hann Skarpa, og til að þvælast með Halldóru og Skarpa í bænum, og bara.... til að hafa gaman.... :-)
Og það er hriklega gaman!!!

. Posted by Hello


:-) Posted by Hello


Unnur og Hella eru í helgarheimsókn! Posted by Hello

Thursday, September 09, 2004


Bæði börnin mín voru svo þreytt í dag að þau þurftu að leggja sig....! Skarpi eftir að hafa rembst við að halda sér vakandi í "stelpumatarboðinu" (tjejmiddag) sem við vorum í í gærkvöldi, og Hrefna eftir erfið sjónvarpsgláp síðustu kvöld Posted by Hello

Wednesday, September 08, 2004

Åse barnmorska


Við fórum og hittum Åse ljósmóðurina okkar í síðasta skiptið í gær - en Skarphéðinn var jú að hitta hana í fyrsta skiptið. Þetta vara bara svona "avslutning", bara verið að segja bless. En við Freyr erum búin að hitta hana reglulega í vetur, og vorum í s.k. foreldrafræðsluhóp með henni. Hún er rosa fín. Lítur soldið gömul út - og manni finnst eiginlega að það myndi passa henni best að vera í peysufötum, en ónei - hún var oftast í gallafötum (rosa pæja), gallapilsi og gallajakka til dæmis! Svo kom í ljós að hún er alltaf að dansa - svona amerískan squaredans við country músík - þess vegna öll galladressin.... :-) Það hanga myndir uppi á skrifstofunni hennar af henni í vinnunni með ungabörn frá 1970 (!) Svo þegar maður segir að hún hafi nú ekkert breyst síðan þá segir hún: Já, það borgar sig að hafa alltaf sömu hárgreiðslu, þá sést svolítill munur á manni..... :-) Hún er rosa fín. Það var skrítið að koma þangað með barn eftir að hafa komið svo oft bara með stóran maga. Það var eitthvað svo óraunverulegt þegar ég var að mæta þarna í skoðun að það ætti eftir að koma sprell-lifandi grislingur úr kúlunni, og reyndar trúi ég því varla ennþá í dag að þetta sé allt saman satt og að ÉG eigi þennan litla grís!....
Posted by Hello

Tuesday, September 07, 2004

Nýjar myndir...


Það eru komnar nýjar myndir af mér á heimasíðuna okkar....:-) Posted by Hello

Sunday, September 05, 2004

Six socks


Ég (Halldóra) er dottin í prjónadelluna... (once again). Næ reyndar oft ekki að prjóna nema 2 lykkjur fyrir hádegi og 3 eftir hádegi!, en þetta er skemmtilegt. Ég er nýlega búin að kynnast fullt af prjónakonum hér í gegnum svokallað prjónakaffi (stick-café), þar sem maður kemur og prjónar og drekkur kaffi og borðar bulla - semsagt Alvöru saumaklúbbur. Og flestar prjónakellurnar þarna eru sko ekki með neitt hálfkák - framleiða hverja flíkina á fætur annarri - og ekki nóg með það - heldur eru líka með prjónablogg á netinu! Þar sem þær tala um og sýna myndir af framleiðslunni! Eins og t.d. Mareka, Karin, Britt og Halla (sem er íslensk). Ég er nú kanski ekki alveg í þeim pakkanum, en það er gaman að vera með í prjónakaffinu, þetta eru hressar kellur.

En ég er í klúbbnum Six sox knit-along, þar sem markmiðið er að prjóna 6 pör af sokkum á 1 ári. Sokkaprjón er nýtt fyrir mér, en hentar (óþolinmóðu fólki eins og) mér vel því það eru jú frekar lítil verkefni - sérstaklega ef maður prjónar barnasokka (bara verst að þurfa alltaf að gera tvo!). Sokkurinn á myndinni er Six sox sokkur og kallast Making waves, og ég er semsagt búin með hálfan.... næ vonandi að klára þá báða áður en Skarpi litli vex upúr þeim :-)
Posted by Hello

Friday, September 03, 2004


Ég (Skarphéðinn) fór í bæinn í dag með Völu vinkonu minni (og mömmum okkar líka). Var allan daginn að kíkja í fínu búðirnar á Östermalm, með lunch-stoppi á thailenskum veitingastað. Ég var aðallega í því að sjá til þess að það væri ekki stoppað of lengi inni í búðunum. Það verður sko að byrja snemma á því að sýna hver ræður....
Posted by Hello