Tuesday, September 28, 2004

Digital tölvutengdur hitamælir á bringu óskast


Það er alltaf sama sagan þegar litli fer útí vagn að sofa. Hvað er heitt úti? Á hann að vera í flísgallanum með teppi, eða bara með dúnsængina, er nóg að hafa bara bómullarhúfu, eða bómullarhúfu og hettuna, eða bómullarhúfu plús þykkari húfu.....? Og svo endar maður á því að vera alltaf að hlaupa út og athuga hitastigið, stingandi köldum krumlunum inná á greyið til að tékka. (Plús skiptin sem maður er að tékka hvort hann andi ekki örugglega: hristi hristi, þar til hann vaknar, já þetta er sjúkt). Af hverju er ekki fyrir löngu síðan búið að finna upp einhvern digtal hitamæli sem maður festir á bringuna á börnunum áður en þau fara útí vagn? Svo fylgist maður bara með hitastiginu á tölvuskjá, og þá andardrætti og hjartslætti líka while you are at it. Ég meina er ekki 2004? Þetta er nákvæmlega sama vandamálið og fyrir 15 árum síðan man ég með Hrefnu - og alla tíð þar áður....! Það er farið að bjóða uppá túristaferðir útí geim (3 mínútur í þyngdarleysi fyrir 14 milljónir, sem er reyndar soldið lítið fyrir mikið), en svona hitamælar fyrir börn fást ekki. Ótrúlegt. Mér finnst að þetta ætti að fylgja með börnunum bara þegar maður fer heim af fæðingardeildinni. Bara eins og barnabæklingurinn sem maður fær hér uppá spítala þegar maður fer heim. Sem Freyr þreytist ekki á að blaða í og segir svo alltaf af og til: Hva, grænn kúkur/ hvítt hor/blettir á haus - það stóð ekkert um þetta í bæklingnum sem við fengum með honum....

Reyndar er kanski málið að börn sofa almennt ekki úti nema á Íslandi, þannig að þetta hitastigsvandamál er kanski mest bara aktúellt á Íslandi. Strandar semsagt á íslenskum hugvitsmönnum.

Posted by Hello

1 Comments:

Blogger Erla said...

Gæti ekki verið meira sammála þér! Flísgallinn temprar samt ágætlega þannig ég mæli með flísgalla og kerrupoka í svona 10 stigum og undir, og bara þunna húfu! Þannig er ég alla vega búin að finna út að Vera hefur það fínt úti í vagni. Svo þegar kólnar þá ætla ég að hafa sængina með líka. En þetta er þokkalegt problem! Því ekki vill maður að þau svitni því þá geta þau orðið veik - svo ég held að maður megi ekki klæða of mikið, það sé algengara en hitt.

1:00 pm  

Post a Comment

<< Home