Friday, September 24, 2004

Hmm garnbannið já


Jamm, svona fór með garnbannið sem ég setti mig hér í fyrir nokkrum dögum.... Þetta fína "sjálfrandandi" sokkagarn var að koma með póstinum í dag frá Martinas (Virtuelles Einkauf Paradies kvorkimeiranéminna) í Þýskalandi. Enda tók ég ekki fram við mig að garnbannið gilti um kaup í gegnum netið.... :-) Geri það hér með.
Og þetta var sko pantað í gegnum Þýska síðu ! Mikið held ég að hún Sigga þýskukennari í MH yrði glöð ef hún frétti að mér hefði tekist þetta..... Og ég lærði m.a.s. ýmislegt nýtt eins og "im der Warenkorb" og "weiter zum nächsten schritt".... Reyndar hafa kanski líka þessir tveir mánuðir í hótelvinnunni í Austurríki Der Sommar 1987 hjálpað smá með þýskuna.
Allavega, þetta er spennandi garn, fæst ekki í Sverige, og var (greinilega) bara must-have fyrir mig. Og þar sem ég virðist þjást af SSS (Second Sock Syndrome) - sem lýsir sér í því að Löng bið verður á að Hinn sokkurinn verður prjónaður, hef ég ákveðið að sjá við því með því að prjóna báða sokkana í einu með "nýrri tækni".....

Annars gengur vel með skápeysuna hans Skarpa, enda er hann farinn að spyrja eftir henni: "Mamma, hvenær verður skápeysan mín tilbúin?":-)
Annars sá ég svipaða uppskrift að þessari peysu á netinu og þá kallast hún Ballerina top! Eins gott að Skarpi sjái það ekki. Eða pabbi hans, sem vill ekki einu sinni að ég setji barnið í sokkabuxur því "það er bara fyrir stelpur" !, en ég hlusta nú ekkert á það....

Posted by Hello

2 Comments:

Blogger Erla said...

Flott garn! Það er nú barasta til svona garn hér í Fjarðarkaupum på Island! En vá hvað þú ert klár ef þú getur prjónað tvo sokka í einu!! Fyndið þetta með second sock syndromið!

1:16 pm  
Blogger Halldóra said...

Þetta er svona garn þar sem litirnir koma í röndum í sokkunum en ekki "flekkum". Þá er 1m blár, 0,5m hvítur, 2m dökkblár o.s.frv., en ekki endurteknir jafnstórir bútar (eins og svona mislitt garn er oftast), sem verður flekkótt :-)

2:18 am  

Post a Comment

<< Home