Hvítt meðalljón
Já, nú er Skarpi opinberlega ekki lengur gulur samkvæmt síðustu læknisskoðun, fyrir þau ykkar sem ekki hafa heyrt það (jibbí!). Þannig að við þurfum ekki að fara að leita að nýrri lifur handa honum eins og (móðursjúka) mamma hans var næstum farin að ímynda sér..... Þetta hefur bara verið langdregin ungbarnagula. Stundum hefur brjóstamjólkin þessi áhrif á börn, þá eru fitusýrur úr mjólkinni að keppa við niðurbrotsefni (í þessu tilfelli s.k. bilirubin) um að vera unnin af lifrinni til að síðan geta skilist út með þvaginu. Líklegast hefur það verið þannig í þessu tilfelli.
Svo er hann akkúrat á meðalkúrfunni í lengd og þyngd, algjört meðalljón. En hann er reyndar alveg á efstu kúrfunni fyrir krúttleika og knúsfaktor.... :-)
Annars gengur allt bara vel, Skarpi er (oftast) mjög ljúfur og góður, stundum reyndar eitthvað pirraður útaf maganum og vill þá láta halda á sér "á maganum". Hann er eingöngu á brjósti og brjóstagjöfin gengur vel (annað en hægt var að segja um Hrefnu, sem vildi aldrei brjóstið almennilega!). Það er eiginlega ekki komin nein föst rútína á það hvernig hann sefur á daginn, en ef hann sefur ekki vel á daginn - útaf pirringi í maga eða öðru er hann hálfómögulegur þann daginn.... Hann fer yfirleitt út í vagn 1 - 2svar á dag, og sefur best á röltinu. Hann sefur annars allar nætur, drekkur oftast um miðnættið, vaknar svo til að drekka ca. um kl. 04, og sofnar síðan strax aftur (vaknar eiginlega ekkert almennilega). Svo drekkur hann aftur undir morgunn og sofnar stundum aftur eftir það (þá er mamma morgunlata voða glöð og sefur líka áfram). Á morgnana er hann voða glaður, hlær og skríkir og tekur þátt í hrókasamræðum. Þá vill hann eiginlega ekkert endilega láta halda á sér, heldur liggur og spriklar og finnst gaman að kíka í kringum sig eða spjalla við fólk. Annars líður dagurinn mest við knús og hjal og brjóstagjöf og bleyjuskiptingar og vagnabrölt og göngutúra og hoss á handlegg og þess háttar....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home