Monday, September 20, 2004


Ég (Halldóra) er komin í garn-bann....!!! Sem þýðir að ég ætla ekki að kaupa neitt garn í viðbót - í bili. Allt garnið á myndinni hef ég keypt á síðustu vikum (!), sem ég viðurkenni að er Doldið Mikið, og eiginlega Doldið Sjúkt.... En allt þetta garn var samt Bráðnauðsynlegt fyrir mig að eignast, þegar ég stóð augliti til auglitis við það í búðinni þið skiljið, og satt er það, ég veit nú ekki hvernig ég hefði getað spjarað mig ef það hefði ekki legið í körfunni minni síðustu vikur (eða þannig ehemm...). En, þetta er ekkert miðað við prjónakerlingarnar vinkonur mínar sem eru enn verri en ég, og geyma garnið sitt í svörtum ruslapokum (Freysa finnst þetta reyndar ekki vera nein málsvörn fyrir mig).

Og ég prjóna á fullu, sem er reyndar ekki sérlega mikið á fullu (Skarpi heldur manni jú bissí), og fæ alltaf nýjar og nýjar hugmyndir, sem ég get ekki beðið eftir að prófa. Ég er t.d. oftar en ekki bara rétt hálfnuð með einn sokk þegar en ég Verð að fitja uppá nýju hugmyndinni til að sjá hvernig það kemur út... Og þá er jú allur hinn sokkurinn eftir! Ég hef svo margar hugmyndir - og svo lítinn tíma, að ég held ég verði svei-mér-þá að ráða prjónakonu....

Það sem ég er með á prjónunum í bili eru bláu "Waves" sokkarnir á Skarpa (vinstra megin á myndinni), ljósbrúnir blúndusokkar á mig (til hægri), beige skápeysa á Skarpa (1 ermin sést á miðri mynd), langar að byrja á poncho úr þykku hvítu garni (neðst), langar að byrja á sjali úr mohairinu (vinstri), langar að byrja á "hálfum" vettlingum (engir fingur) með perlum (bláa garnið til hægri), o.s.frv. o.s.frv.
So much garn - so little time....
Posted by Hello

2 Comments:

Blogger Erla said...

Bíddu, bíddu - var einhver að tala um andleysi og þreytu?? Það er greinilega þvílík sköpunargleði í gangi í allri brjóstaþokunni!!

5:47 pm  
Blogger Halldóra said...

Jamm þetta er sko alveg rétt hjá þér! Í brjóstaþokunni þykku er allavega sköpunargleði í puttunum þó toppstykkið sé ekki í 100% formi....
Halldóra.

10:21 pm  

Post a Comment

<< Home