Brjóstaþoka og óð fluga
Já, tíminn líður eitthvað svo hratt hjá okkur í HLH-flokknum (HeimaLiggjandi Húsmæðurnar). Erla frænka, sem er líka í HLH sem stendur skrifaði á blogginu um To do í barneignar"fríinu" listann sinn sem lítið saxast á. Ég skil hana Mjög vel! Tíminn bara líður eins og óð fluga, og það verður lítið úr stórum verkefnum hjá manni. Litli grísinn tekur nebblega sinn tíma, og það er bara hið besta mál - þegar maður gerir sér grein fyrir því að þannig er það bara...
En maður er samt eitthvað alltaf jafn hissa á því hvað þetta gengur eitthvað illa upp: tími og afköst: "Hva, er klukkan virkilega orðin sex...", og "Hva, er aftur kominn þriðjudagur....?!" En þar kemur líka brjóstaþokan til hlýtur að vera. Ég finn það alveg greinilega að það er oft ansi mikil þoka í hausnum á mér nuförtiden, "milkhead" kallast þetta líka, hormónaáhrif sem þjá konur með börn á brjósti... :-)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home