Monday, September 27, 2004

Unglingaveikin er eins og gigt...


Já unglingaveikin er eins og gigt, stundum er maður slæmur af henni og stundum betri.... Maður veit aldrei almennilega hvað veldur eða hvernig dagurinn í dag verður, það er bara að gjöra svo vel og njóta góðu daganna :-). Í gær þá tók unglingurinn á heimilinu sig til og bakaði hina alsvensku bulla (kanilsnúða), OG SKÚRAÐI SVO ELDHÚSGÓLFIÐ Á EFTIR. Og ekki nóg með það, heldur horfði hún á DVD mynd með okkur gömlu um kvöldið. Við sáum The Italian job, sem var bara svona allt í lagi spennumynd. Freyr hafði sko "skroppið útí búð " til að kaupa mjólk og brauð, en kom aftur með Fullan innkaupapoka af mat og Fjórar dvd myndir....! (sem eru reyndar leigðar í 4 daga). Þrír kjúklingar til dæmis, sem beinlínis höfðu hoppað uppí innkaupakörfuna, þetta var nefnilega allt á svo góðu verði. Ég bara horfði á hann og andvarpaði eins og ég gerði þegar hann kom heim frá byggingarvöruversluninni af Tilboðsdögunum. Með Fjórar maskínur af því þær voru á svo góðu verði (Ég meina, maður veit aldrei hvenær maður þarf næst á stingsög eða slípara að halda). Já hann Freyr er alltaf að gera svo góð kaup þessi elska.... :-) Posted by Hello

0 Comments:

Post a Comment

<< Home