Monday, June 30, 2008

Man får vara glad för det lilla....

Í dag er fyrsti dagurinn í sumarfríinu, sem svo breytist í laaangt (sænskt) fæðingarorlof. Ég (HS) var með mikil plön í byrjun dagsins - t.d. um að sortera og þvo barnafötin af Skarphéðni, byrja með e.k. paník-hreiðurgerð (eru jú bara 9 dagar þar til Daman kemur! ), taka til og þrífa o.s.frv. En, það fór öðruvísi.... enda borgar sig ekki að vera með neitt stress eða æsing - draslið fer jú ekki neitt ....!?!

Í lok dags var uppskeran þessi: búin að leysa eitt Sudoku úr blaðinu (þá léttari - heilastarfsemin er held ég þegar komin í nýmóðurdvalann og býður ekki uppá annað), og festa tölur á litla peysu sem ég prjónaði í vetur. Í Febrúar nánar tiltekið - enda er þetta February baby sweater eftir legendina Elizabeth Zimmermann.

Ja, man får vara glad för det lilla.....


Merkilegt með þessa peysu, að þegar hún liggur á borðinu virðist hún bara nokkuð normal sona 6 mánaða peysa, en í grasinu á bakvið HNÖTTINN sýnist hún passa fyrir hamstur - eða í mesta lagi kött.






Sunday, June 29, 2008

Tvöfalt afmæli


Í dag fórum við í tvöfalda afmælisveislu hjá Írisi og Söru Guðjónsdætrum. Það var þvílíka fjörið, og allt fullt af krökkum - aðallega prinsessum. Og svo mikið um að vera - sundlaugarskvamp og annað - að ég bara hafði ekki rænu á að draga upp myndavélina fyrr en allt var farið að róast og nánast bara við eftirlegukindurnar eftir.... :-)
Þá festi ég hjónaleysin og jafnaldrana Söru og Skarphéðinn á pixla. Þau eru svo sæt saman... leiðast útum allt og leika mikið saman. Og Sara alltaf svo ótrúlega góð við Skarphéðinn þó hann get verið með þvílíka stæla og vitleysisgang....!

Enn ólétt

Já ég er enn svona.
(þarf helst að halda höndunum fyrir aftan bak svo ég missi ekki jafnvægið og detti fram fyrir mig...)

Saturday, June 28, 2008

Matarboð

Við fórum í mjög skemmtilegt matarboð til Lóu og Björns í dag. Það er kannski ekki að sjá á þessari mynd.... en þetta var eina myndin sem ég tók (líklegast var ég svo rænulaus af ofáti) og
hún sýnir allavega stemmninguna í herberginu hans Haraldar: allir í búninga - svaka fjör!

Friday, June 27, 2008

Ísbíllinn - alltaf jafnvinsæll.....

Hápunktur vikunnar. Ruslabíllinn kemur fast á hæla hans.

Wednesday, June 25, 2008

Second (third) child syndrome...?

Í prjónaskapnum er talað um "Second sock syndrome", í sb. við það fyrirbæri sem margar prjónakonur sem prjóna sokka lenda í... Það lýsir sér þannig að fyrri sokkinn gengur mjög hratt að prjóna. Það er gaman að fitja uppá einhverju nýju, spennandi að sjá hvernig verkinu miðar, og þetta skotgengur. Þegar fyrri sokkurinn er búinn, þá einhvern veginn..... er mesta nýjabrumið farið af þessu, og það að fitja upp og prjóna alveg eins sokk - er einhvern veginn ekki eins spennandi, svo m.a.s. hjá etableruðum og þrautseigum prjónakonum verða oft nokkrir stakir sokkar til..... þar sem félagar þeirra láta bíða eftir sér.

Ég er með þá kenningu að sama sé í gangi í barneignum.
Þegar fyrsta barnið fæðist er mikil spenna (stress?) í gangi, og allt sem þarf fyrir krílið er útvegað snemma, og almennur undirbúningur í gangi í góðum tíma fyrir fæðinguna. Svo þegar seinna /seinni börnin eru á leiðinni, þá eru foreldrarnir ko-lugn einsog maður segir á sænsku (beljurólegur) yfir öllu: Við eigum nú vagn/ skiptiborð/bílstól, það er bara uppá háalofti. Held ég (er það ekki annars?).

Við erum líklegast með þessa sótt... beljurólegheit í gangi hér.
Man hvað ég eyddi miklum tíma í að velja "réttan" pela til að eiga fyrir Skarphéðinn (svo ég tali nú ekki um annað - einsog t.d. vagninn - skipti þeim fyrsta því mér fannst hann svo ljótur þegar hann var kominn heim!!!).
En pelinn mátti þá ekki vera með bangsamynd, og definately ekki með hauskúpumynd, og ekki svona silikontúttu, og glætan ekki bleikan... En núna: "Peli? - var ekki einhver peli hérna einhvers staðar uppí skáp um daginn...?"

Eða svona næstum því.... :-)
Spennuna vantar samt ekki - maður er kannski bara rólegri yfir þessu öllu.
Enda orðin so mogen kvinna.

Saturday, June 21, 2008

Midsommar fagnad

Midsommar er stærsta hátíð Svía. Þá flykkjast allir út og dansa í kringum Midsommarstöngina og hafa gaman. Fyrst er reyndar borðað sill-lunch í hádeginu, s.s. síld og meðlæti og snapsar og svoleiðis. Svo er ALLTAF jarðaberjaterta með eftirmiðdagskaffinu - eða einhvern tíman þennan dag (sem er eiginlega ein löng átveisla....). Enda kosta jarðaberin 40skr. dollan í kringum midsommar í stað 20kr..... Svo er yfirleitt grillað um kvöldið með vinum eða fjölskyldu.

Við Freyr og Skarphéðinn fórum uppað kirkjunni í Vallentuna og fylgdumst með hátíðarhöldunum þar. Þar var búið að reisa midsommarstöng á túninu milli kirkjunnar og vatnsins. Bæði þjóðdansarar að sýna - og svo "óbreyttir borgarar", sem dönsuðu hver sem betur gat, allt mjög hefðbundið og skemmtilegt. Þangað til það rann upp fyrir Frey að við værum búin að vera þarna í næstum 2 tíma - og þá alltof lítill tími til að "slappa af heima". Þá var rokið heim í fússi.

Fórum svo - seint og um síðir og grilluðum með 5 öðrum fjölskyldum í mömmuhópnum (mömmur í hverfinu sem höfum þekkst og umgengist síðan Skarphéðinn/börnin fæddust).
Það var hrikalega gaman, langt síðan ég hef hlegið eins mikið (já samt voru þetta bara svíar. djók!). Og maður vissi ekki af börnunum. Þau voru bara hlaupandi um inni eða úti að leika og eitthvað að bralla. Skemmtu sér konunglega þar til kl. 24 (!) Þá höfðu reyndar sum þeirra laumast í kerruna sína og sofnað...
:-)













Thursday, June 19, 2008

Reykjavík live

Hér er webcamera sem sýnir "live" frá Reykjavík. Stundum Bankastrætið/ Laugavegur, Lækjargata eða höfnin.

Svona fyrir þá sem vilja fylgjast með í bænum...

Tuesday, June 17, 2008

Gleðilega þjóðhátíð!!

Við Íslendingar hér í Stokkhólmi tókum forskot á sæluna og héldum uppá þjóðhátíðardaginn á sunnudaginn (15.júní) í Hagaparken með pompi og pragt....
Við erum nefnilega ekki búin að fá það í gegn að sautjándinn verði almennur frídagur hér í Sverige (otroligt nog....).






Saturday, June 14, 2008

Alma 4ra ára







Tuesday, June 10, 2008

Hún á afmæl´ í dag....

Bollan átti afmæli í dag.
Og tók sér því frí í vinnunni, og Skarphéðinn tók frí í leikskólanum. Dagurinn var alveg óskipulagður, en varð mjög skemmtilegur fyrir rest.
Byrjaði á því að Hrefna og Per komu um morguninn og útbjuggu brunch með smá afmælisköku (ég vissi alltaf að það myndi borga sig að eiga dóttur sem ekki nennir að vinna!) á meðan afmælis"barnið" fór í sturtu og svona.

Síðan þurftu þau reyndar að taka siesta af því þau höfðu jú farið á fætur fyrir hádegi.... en það gerðum við Skarphéðinn líka. Svo var lagt í hann til krúttlega bæjarins Sigtuna, þar sem 6 klt. löng afmælishátíðahöld hófust... :-) !
Fyrst röltum við um einsog verstu túristar, settumst síðan og höfðum pikknikk við vatnið, með princessafmælistårta og allt saman. Eftir það spiluðum við svo minigolf (je minn hvað Skarphéðinn ætlar að verða tapsár....!), og um kvöldið fórum við útað borða.

Mjög skemmtilegt.....!

















Sunday, June 08, 2008

Julia 4ra ára







Saturday, June 07, 2008

Surprise "Hawaii" ferð með saumó

Haldiði ekki að saumaklúbburinn hafi boðið Halldóru í surprise ferð til Hawaii (almost - Fjäderholmarna) í tilefni 40 ára afmælisins !!!
Það var meiriháttar gaman !!!

Festföremålet /Halldóra/ ég - vissi ekki af neinu og grunaði ekki að neitt væri í gangi. Hélt að ég væri að fara að hitta Lóu vinkonu í brunch á kaffihúsi í Täby, þarna laugardagsmorguninn fyrir afmælið mitt. En þegar ég kem þangað - er allt slökkt og kaffihúsið virðist ekki opið....!! Ég fer samt inn, og þá standa þrjár píur úr saumaklúbbnum þar innst, þær Lóa, Sóley og Halla. Í Hawaiidressum; strápilsum og með blómafestar um háls og blóm í hári !!!! :-) Og byrja að dansa svona Honolulu-Hawaii dans með tilheyrandi mjaðmasveiflum og handahreyfingum - og syngja hún á afmæl´í dag....

Ógeðslega fyndið.... og hvað ég varð hissa....!!! hló og hló (því þær voru í raun svo hallærislegar þessar elskur, í þessum galla, mjálmandi afmælissönginn mjóróma). Ég skildi þá ss. að eitthvað var greinilega í gangi, vissi bara ekki hvað. Svo kom í ljós að þær voru með svaka pikknikk-körfur, og ég var síðan drifin í Hawaii dress (pils og hálsmen og blóm í hárið), svo fórum við útí bíl og keyrðum áleiðis - ég vissi ekkert hvert ferðinni var heitið eða hvað var að gerast. Grunaði jú pikknikk útaf körfunum.... og var rosalega ánægð og spennt og bara vá.... svo gaman.

Við keyrðum í bæinn, tókum neðanjarðarlest niðrá Slussen, og löbbuðum yfir að bryggjunni með bátunum sem fara útí Gröna Lund, Djurgården, og Fjäderholmarna. Þá grunaði mig að ég ætti bátsferð í vændum....

Það var nú soldið horft á mig í lestinni og bænum með blómafestina og Hawaii pilsið fyrir neðan bumbuna, hi hi. Fólk hefur örugglega haldið að það væri verið að gæsa mig og hugsað; Æji greyið, að drífa sig að gifta sig, algjörlega desperat á síðustu metrunum í óléttunni svo krakkinn verði ekki lausaleikskrógi....:-)

Á Slussen bættust svo fleiri saumaklúbbspíur í hópinn, og við urðum alls 8 = gaman gaman, fullt af píum. Við tókum síðan bát útí Fjäderholmarna, sem telst til skerjagarðsins, en samt ekki svo langt að fara, eða bara um 30 mín bátsferð. Í glampandi sól og frábæru veðri, með fallegasta útsýni í heimi; "Stokkhólmur from the sea". Æðislegt.
Við tróðumst fremst í bátinn svo við gætum tekið Titanic senuna í stefninu, en svo kom í ljós að þetta var afturendinn á bátnum.... :-) En við tókum nú Titanic samt.
Aftur eða fram, who cares.

Úti í Fjäderholmarna var svo pakkað upp æðislegum pikknikk og freyðivíni (já líka alkohólfríu) á köflóttum teppum í fallegri laut með sjóinn skvampandi á klöppunum á bakvið.... Og ég fékk að sitja í svona ferða-leikstjórastól sem allt í einu var pakkað upp úr farangrinum ... :-)
Enda ekki hægt að láta svona óléttar aldraðar bollur sitja bara á teppinu einsog hvern annan úngling.

Svo hélt Sóley ræðu - aðallega um það hvað ég væri frábær og klár og æðisleg og ég veit ekki hvað.... :-) og svo fékk ég 1600Skr. í afmælisgjöf !! Til að eyða í MIG og mín hobbí. Vá.

Oh, þetta var allt svo æðislegt og skemmtilegt.... Og gaman að fara í svona stelpupikknikk á svona flottum degi á svona flottum stað - í tilefni af afmælinu MÍNU !!! Ég var á tímabili alvarlega að spá í að fella tár yfir þessu öllu saman - en fékk mér svo bara frekar meira freyðivín.

Þvílíkt eftirminnilegt og skemmtilegt...
Fullkomið afmælisuppáhald.

Svo kom í ljós að Freyr hafði farið með Skarpa útá Värmdö í skerjagarðinum og hitt Guðjón (mann Sóleyjar) með börnin þeirra 3, Steingrím (bróður Guðjóns) og dætur hans tvær. Svo Skarpó og Freyr höfðu verið að sigla og bada og hafa gaman þar með þeim um daginn. Sóley og ég keyrðum síðan þangað seinni partinn eftir pikknikkinn, beint í grill.

= En sá fullkomni dagur.
Svo nú er þvílíkt búið að halda uppá afmælið mitt ;-). Og s.s. ekkert smá eftirminnilegt.

Takk stelpur!!! Og takk Sóley framkvæmdastjóri verkefnisins!!!






















Friday, June 06, 2008

Sænski þjóðhátíðardagurinn.....

... var í dag, 6.júní. En það er ekki löng hefð fyrir að halda hann hátíðlegan, og stutt síðan hann varð frídagur.
Við notuðum daginn í leti- sólar- sull- sápukúlu- og garð-líf.
Það var mjög heitt, og krökkunum fannst fínt að kæla sig niður með smá vatnssulli.
Grilluðum svo fína steik og meðlæti um kvöldið og skáluðum fyrir kóngi og fósturlandi (no offence Ísland, þú verður alltaf númer eitt).



Bavíanar....

Thursday, June 05, 2008

Bollan á bráðum afmæli

Já, sú Ó-létta og vanhæfa á afmæli í næstu viku, og verður þá fullra 40 vetra (!)
Því notuðu vinnufélagarnir á ITM
tækifærið (greinilega) og skáluðu fyrir henni og afhentu afmælisgjöf í tveggja daga starfsmannaferð sem farin var til Tovetorp (feltstöð sem tilheyrir háskólanum).

Það var gert við gamla myllu frá um 1600 þarna í Sörmländsku skógunum rétt hjá Tovetorp (ca. 150 km f. sunnan Stokkhólm). Það var skálað í freyðivíni - og sódavatni, og boðið uppá ólífur og snakk í þessu mjög svo sérstaka umhverfi.
Og allir sungu Ja, må hon leva.... í rödduðum kór. Líklegast svo innblásnir af fallegu náttúrunni þarna - nú eða freyðivíninu.

Hér er mynd af bollunni með afmælisgjöfina frá vinnunni; silfursmíðaverkfæri - sem bollan var sko búin að hinta um að sig langaði í - enda eru þau rándýr....


Svo er mynd af okkur á deildinni Environmental toxicology and chemistry. Á myndina vantar samt ca. 7 stk. sem er hópur sem er að fara í 7 vikna rússneskan rannsóknaleiðangur til arktis og notar hverja mínútu til að pakka. Ég er alltaf að reyna að benda þeim á að það muni gefast nægur tími til að uppgötva hvað vantaði með í ferðina á þessum 7 vikum, og þau geti bara geymt þær áhyggjur þangað til....

Neðst er verið að spila kubb....: "Teambildande insats".









Sunday, June 01, 2008

Afturendinn stimplaður á götuna

Það var heitt í dag, og deginum eyddi Skarphéðinn í að stimpla blautan afturendann (rumpan) á götuna með Hugo og litlu systur hans Ellu, í næsta húsi....

Fyrst var hoppað í ískalt vatn í garðinum hjá Hugo, svo hlaupið með blautan afturendann útá götu og hann stimplaður á malbikið hér og þar.....
Hér má sjá nánari útfærslu á þessum gjörning.

(Jú hann fór í eitt 4ra ára afmæli líka).