Wednesday, June 25, 2008

Second (third) child syndrome...?

Í prjónaskapnum er talað um "Second sock syndrome", í sb. við það fyrirbæri sem margar prjónakonur sem prjóna sokka lenda í... Það lýsir sér þannig að fyrri sokkinn gengur mjög hratt að prjóna. Það er gaman að fitja uppá einhverju nýju, spennandi að sjá hvernig verkinu miðar, og þetta skotgengur. Þegar fyrri sokkurinn er búinn, þá einhvern veginn..... er mesta nýjabrumið farið af þessu, og það að fitja upp og prjóna alveg eins sokk - er einhvern veginn ekki eins spennandi, svo m.a.s. hjá etableruðum og þrautseigum prjónakonum verða oft nokkrir stakir sokkar til..... þar sem félagar þeirra láta bíða eftir sér.

Ég er með þá kenningu að sama sé í gangi í barneignum.
Þegar fyrsta barnið fæðist er mikil spenna (stress?) í gangi, og allt sem þarf fyrir krílið er útvegað snemma, og almennur undirbúningur í gangi í góðum tíma fyrir fæðinguna. Svo þegar seinna /seinni börnin eru á leiðinni, þá eru foreldrarnir ko-lugn einsog maður segir á sænsku (beljurólegur) yfir öllu: Við eigum nú vagn/ skiptiborð/bílstól, það er bara uppá háalofti. Held ég (er það ekki annars?).

Við erum líklegast með þessa sótt... beljurólegheit í gangi hér.
Man hvað ég eyddi miklum tíma í að velja "réttan" pela til að eiga fyrir Skarphéðinn (svo ég tali nú ekki um annað - einsog t.d. vagninn - skipti þeim fyrsta því mér fannst hann svo ljótur þegar hann var kominn heim!!!).
En pelinn mátti þá ekki vera með bangsamynd, og definately ekki með hauskúpumynd, og ekki svona silikontúttu, og glætan ekki bleikan... En núna: "Peli? - var ekki einhver peli hérna einhvers staðar uppí skáp um daginn...?"

Eða svona næstum því.... :-)
Spennuna vantar samt ekki - maður er kannski bara rólegri yfir þessu öllu.
Enda orðin so mogen kvinna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home