Hún á afmæl´ í dag....
Bollan átti afmæli í dag.
Og tók sér því frí í vinnunni, og Skarphéðinn tók frí í leikskólanum. Dagurinn var alveg óskipulagður, en varð mjög skemmtilegur fyrir rest.
Byrjaði á því að Hrefna og Per komu um morguninn og útbjuggu brunch með smá afmælisköku (ég vissi alltaf að það myndi borga sig að eiga dóttur sem ekki nennir að vinna!) á meðan afmælis"barnið" fór í sturtu og svona.
Síðan þurftu þau reyndar að taka siesta af því þau höfðu jú farið á fætur fyrir hádegi.... en það gerðum við Skarphéðinn líka. Svo var lagt í hann til krúttlega bæjarins Sigtuna, þar sem 6 klt. löng afmælishátíðahöld hófust... :-) !
Fyrst röltum við um einsog verstu túristar, settumst síðan og höfðum pikknikk við vatnið, með princessafmælistårta og allt saman. Eftir það spiluðum við svo minigolf (je minn hvað Skarphéðinn ætlar að verða tapsár....!), og um kvöldið fórum við útað borða.
Mjög skemmtilegt.....!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home