Surprise "Hawaii" ferð með saumó
Haldiði ekki að saumaklúbburinn hafi boðið Halldóru í surprise ferð til Hawaii (almost - Fjäderholmarna) í tilefni 40 ára afmælisins !!!
Það var meiriháttar gaman !!!
Festföremålet /Halldóra/ ég - vissi ekki af neinu og grunaði ekki að neitt væri í gangi. Hélt að ég væri að fara að hitta Lóu vinkonu í brunch á kaffihúsi í Täby, þarna laugardagsmorguninn fyrir afmælið mitt. En þegar ég kem þangað - er allt slökkt og kaffihúsið virðist ekki opið....!! Ég fer samt inn, og þá standa þrjár píur úr saumaklúbbnum þar innst, þær Lóa, Sóley og Halla. Í Hawaiidressum; strápilsum og með blómafestar um háls og blóm í hári !!!! :-) Og byrja að dansa svona Honolulu-Hawaii dans með tilheyrandi mjaðmasveiflum og handahreyfingum - og syngja hún á afmæl´í dag....
Ógeðslega fyndið.... og hvað ég varð hissa....!!! hló og hló (því þær voru í raun svo hallærislegar þessar elskur, í þessum galla, mjálmandi afmælissönginn mjóróma). Ég skildi þá ss. að eitthvað var greinilega í gangi, vissi bara ekki hvað. Svo kom í ljós að þær voru með svaka pikknikk-körfur, og ég var síðan drifin í Hawaii dress (pils og hálsmen og blóm í hárið), svo fórum við útí bíl og keyrðum áleiðis - ég vissi ekkert hvert ferðinni var heitið eða hvað var að gerast. Grunaði jú pikknikk útaf körfunum.... og var rosalega ánægð og spennt og bara vá.... svo gaman.
Við keyrðum í bæinn, tókum neðanjarðarlest niðrá Slussen, og löbbuðum yfir að bryggjunni með bátunum sem fara útí Gröna Lund, Djurgården, og Fjäderholmarna. Þá grunaði mig að ég ætti bátsferð í vændum....
Það var nú soldið horft á mig í lestinni og bænum með blómafestina og Hawaii pilsið fyrir neðan bumbuna, hi hi. Fólk hefur örugglega haldið að það væri verið að gæsa mig og hugsað; Æji greyið, að drífa sig að gifta sig, algjörlega desperat á síðustu metrunum í óléttunni svo krakkinn verði ekki lausaleikskrógi....:-)
Á Slussen bættust svo fleiri saumaklúbbspíur í hópinn, og við urðum alls 8 = gaman gaman, fullt af píum. Við tókum síðan bát útí Fjäderholmarna, sem telst til skerjagarðsins, en samt ekki svo langt að fara, eða bara um 30 mín bátsferð. Í glampandi sól og frábæru veðri, með fallegasta útsýni í heimi; "Stokkhólmur from the sea". Æðislegt.
Við tróðumst fremst í bátinn svo við gætum tekið Titanic senuna í stefninu, en svo kom í ljós að þetta var afturendinn á bátnum.... :-) En við tókum nú Titanic samt.
Aftur eða fram, who cares.
Úti í Fjäderholmarna var svo pakkað upp æðislegum pikknikk og freyðivíni (já líka alkohólfríu) á köflóttum teppum í fallegri laut með sjóinn skvampandi á klöppunum á bakvið.... Og ég fékk að sitja í svona ferða-leikstjórastól sem allt í einu var pakkað upp úr farangrinum ... :-)
Enda ekki hægt að láta svona óléttar aldraðar bollur sitja bara á teppinu einsog hvern annan úngling.
Svo hélt Sóley ræðu - aðallega um það hvað ég væri frábær og klár og æðisleg og ég veit ekki hvað.... :-) og svo fékk ég 1600Skr. í afmælisgjöf !! Til að eyða í MIG og mín hobbí. Vá.
Oh, þetta var allt svo æðislegt og skemmtilegt.... Og gaman að fara í svona stelpupikknikk á svona flottum degi á svona flottum stað - í tilefni af afmælinu MÍNU !!! Ég var á tímabili alvarlega að spá í að fella tár yfir þessu öllu saman - en fékk mér svo bara frekar meira freyðivín.
Þvílíkt eftirminnilegt og skemmtilegt...
Fullkomið afmælisuppáhald.
Svo kom í ljós að Freyr hafði farið með Skarpa útá Värmdö í skerjagarðinum og hitt Guðjón (mann Sóleyjar) með börnin þeirra 3, Steingrím (bróður Guðjóns) og dætur hans tvær. Svo Skarpó og Freyr höfðu verið að sigla og bada og hafa gaman þar með þeim um daginn. Sóley og ég keyrðum síðan þangað seinni partinn eftir pikknikkinn, beint í grill.
= En sá fullkomni dagur.
Svo nú er þvílíkt búið að halda uppá afmælið mitt ;-). Og s.s. ekkert smá eftirminnilegt.
Takk stelpur!!! Og takk Sóley framkvæmdastjóri verkefnisins!!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home