Sunday, May 25, 2008

9. júlí it is.

Í sambandi við fréttir af Dömunni, þá er bara allt gott að frétta.
Hún minnir reglulega á sig með spörkum og brölti, auk þess sem hún hikstar reglulega, og stækkar einsog vera ber (einsog á bollunni má sjá).

Hún verður tekin með keisaraskurði þann 9.júlí n.k., þannig að það fer að fara að fara að styttast í það.

Svíarnir eru jú svo skipulagðir, með allt á hreinu og kerfi yfir allt. Nú eru skipulagðir keisaraskurðir sko á sér deild hérna á Danderyd sjúkrahúsinu (!), skorið mánu-, þriðju-, og miðvikudaga, og allir heim fyrir helgina. Förstföderskor = Mömmur með fyrsta barn eru skornar á mánudögum (líklegast svo þær hafi vikuna til að jafna sig og koma brjóstagjöf í gang o.s.frv.), og aðrar mömmur á þriðju- og miðvikudögum. Á fimmtudögum er svo námskeið fyrir þá foreldra sem eru að koma í keisara vikuna á eftir. Á föstudögum eru allir útskrifaðir og deildinni lokað fyrir helgina - gúddbæ.
= Svaka skipulag.

Áætlaður fæðingartími Dömunnar er 14.júlí, þannig að læknirinn sem við töluðum við á Danderyd fletti í dagatalinu og sagði: 7.júlí ætti það að vera skv. nýju reglunum um 7 daga fyrir áætlaða fæðingu (áður - og með Skarphéðinn var það 10-14 dagar), en það er mánudagur og þá tökum við bara förstföderskor, þannig að ég athuga með 8. Júlí…… (afmælisdag Skarpa!). Við Freyr vorum að spá í hvort við ættum bara að ”láta þetta hafa sinn gang” og ekki vera að skipta okkur af hvaða dagur verði valinn, en svo nefndum við það.... Þannig að læknirinn athugaði með 9. júlí, og skráði okkur svo á þann dag – þannig að….. 9. júlí it is.
Nema hún komi fyrr. Þá verður keisarinn gerður fyrr, en á annarri deild.


Mamman er bara spræk - miðað við konu á miðjum aldri með ca. 13 kílóa bakpoka framan á sér fullan af spriklandi kettlingum - eða þannig er tilfinningin stundum. Blæs reyndar einsog hvalur við minnstu áreynslu, einsog að koma mér í skóna, tala í símann eða ég tala nú ekki um að dröslast uppá aðra hæð (þangað fer ég helst ekki nema tilneydd - liggur við :-)!!!). Og er soldið lúin sona almennt, sem er kannski ekki skrítið - prófiði sjálf að dröslast með poka af 13 kílóum (t.d. 13 mjólkurlítrar) útum allt í einn dag.... fyrir utan það að einhver annar er að nota allt súrefnið, næringuna, próteinin, steinefnin og annað sem ég er allan daginn að viða að mér... (reyndar er allt nammiátið að skila sér í smá undirhöku og fleira - en hei, alltaf gott að hafa smá forða).
Svo sefur maður illa, getur jú ekki legið á maganum, og ekki á bakinu (þá fær maður köfnunartilfinningu af þyngslunum sem einsog stöðva hérumbil blóðflæðið uppí hausinn = not good). Þannig að næturnar fara í það (á milli klósettferða, því það er jú ekki svo mikið blöðrupláss lengur) að velta sér af einni hlið á aðra - sem er freeekar þreytandi, held ég sé komin með hælsæri á báðar mjaðmir af of miklum og þungum hliðarlegum....

En.... ég kvarta ekki (ekki svo rosa mikið allavega). Finnst bumban frábær og ótrúlega magnað fyrirbæri. Hugsa alltaf þegar ég sé hlunkinn mig í spegli: Vá!!! DJÖ er þetta magnað !!!
Mjög spes tími.
:-)

Skarphéðinn knúsar bumbuna reglulega og talar oft um litlu systur og allt sem hann ætlar að hjálpa henni með "af því hún er svo lítil og kann ekki neitt". Hann ætlar að passa hana útá róló, hjálpa henni uppí sófann, hjálpa henni að bursta tennurnar, og bara neim it - he will be there to take care of things. Samkvæmt honum sjálfum. Hrikalega krúttlegur!! Þannig að fyrirætlanirnar eru allavega góðar...... Svo kemur hann hlaupandi með lítil föt í búðunum og vill kaupa handa litlu systur, Oooooo - dúllan. Í dag kom hann með hrikalega dúllulega skó í HM sem ég var alveg næstum búin að kaupa... af því bara. En rétt náði að hemja mig og lét þá hverfa áður en við komum að kassanum - og vona bara að hann fatti ekki að spyrja um það seinna. Svo kom hann með pínulítinn rósóttan hárbursta, en þá útskýrði ég að hún væri sko ekki með svo mikið hár, þannig að það þyrfti líklegast ekki að hafa áhyggjur af því að greiða úr því flækjurnar amk. fyrsta árið... og hann lét það gott heita.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

litla krúttið hann Skarpi! Verður áhugasamur og duglegur STÓRI bróðir (ertu að ná því!!)
E

5:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá, það er bara næstum því að koma að þessu elsku frænka :) Hlakka til að fá að kaupa kjól, maður hefur keypt strákaföt í allt of langan tíma, handa sjálfum sér og öðrum.....

Hjödda

9:26 pm  

Post a Comment

<< Home