Sunday, April 27, 2008

Í húsdýragarðinum í Vallentuna

Við Skarphéðinn fórum í heimsókn í 4H garðinn í Vallentuna (sem er bara rétt fyrir utan "miðbæinn" í Vallentuna!), með Hildu leikskóla- og mömmugrúppu- systur og fjölskyldu hennar. Hér er Skarphéðinn að mata geiturnar; hver þeirra fékk ca. 3 strá. 4H er svona húsdýragarður - og nei, ég man ekki hvað 4H stendur fyrir (hestar, hundar, hænur, hgrísir...?)

Það var hægt að fá að fara á hestbak og í hestakerrutúr, kaupa pylsur og vöfflur - fyrir utan að klappa öllum dýrunum = fleiri tíma heimsókn.
Þegar Skarpi kom úr hestakerrutúrnum fannst honum hann hafa verið lengi í burtu og farið langt, því hann sagði; "Ég var týndur!"



0 Comments:

Post a Comment

<< Home