Ný klæði
Við Skarphéðinn vorum í búð og sáum þá þessi föt sem kom í ljós að okkur bráðvantaði eimmit að kaupa akkúrat strax á litlu sys. Svo flottir litir! Og, það voru 3 fyrir 2..... þannig að þetta var rakið dæmi.
Það fannst Skarphéðni líka um smekkbuxurnar sem mamma fann í secondhand búðinni Hej och hå. Sem Hrefna er að hjálpa honum í á myndunum. Hann er búinn að óska eftir að fá smekkbuxur lengi - en þær hafa bara ekki verið til í búðunum. Svo voru þær bara til þarna í búðinni sem selur notuð barnaföt - og Skarphéðinn vill helst sofa í þeim. Svo heita þær líka Snickarbyxor á sænsku = smiðabuxur.
1 Comments:
úff hvað þetta eru krúttlegustu litlubarnastelpuföt á jarðríki! Og smíðabuxurnar alltaf töff!
E
Post a Comment
<< Home