"Nýtt" eldhús
Þá er búið að skipta um borðplötu á eldhúsinnréttingunni og ljós, bæði í loftinu og fyrir ofan vaskinn. Komin mjúk kastaralýsing í staðinn fyrir neon-skurðstofulýsinguna sem hefði dugað til að gera aðgerð á sjóntaug í hamstri.... - en með núll kósí-faktor.
Og búið að hengja upp uppþvottagrindina, og færa örbylgjuofninn....
= Nýtt eldhús!!! Mjög flott, bollan er ánægð :-).
3 Comments:
til hamingju með þetta nýja stórglæsilega eldhús! Vá hvað þú átt eftir að vera myndarleg að elda og baka á næstunni ;)
Svo gaman að breyta og bæta...
E
Til hamingju með betri lýsingu í vinsælasta herbergi hússins!
Þetta heitir annars HREIÐURGERÐ :)
Hjödda
Hæ!
Gaman að detta inn á þessa síðu, (var að skoða bloggið hennar Beggu) og skemmtilegt að sjá alla flottu hlutina sem þú hefur verið að dunda þér við að búa til. Geturðu kennt mér að búa til svona snjókorn fyrir næstu jól???
Ótrúlegt annars hvað Skarphéðinn er duglegur að blogga...
Við köllum spilið "minnisspilið" og hjá okkur er fullkomlega leyfilegt (enn sem komið er) að snúa við 3 spilum í einu, amk þegar við erum með öll spilin 72 - annars vill koma upp ákveðin frústrasjón...
Bkv,
Ingibjörg Hilmars.
Post a Comment
<< Home